Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Spennaaaaaa

Posted on 23/06/201326/06/2013 by siminn

Oliver fékk að bjóða nokkrum vinum sínum af leikskólanum í heimsókn í dag. Ekkert smá mikil spenna í gangi og þegar hann var farið að lengja eftir þeim klifraði hann upp á þakið á skúrnum úti á palli til að kíkja eftir bílunum (var sko alveg með það á hreinu að Valur Kári kæmi á svörtum bíl og Halldór Hilmir á rauðum, ekki alveg jafn öruggur með bílinn hans Elíasar).

Sumir eru ofur spenntir að fá vini sína af leikskólanum í heimsókn ;)

En þeir komu jú allir og Oliver var alveg í skýjunum með að fá félagana í heimsókn. Sýndi þeim allt húsið og í kaffitímanum fengu þeir sér vöfflur með Risablóðssultu og rjóma (eða bara rifsberjasultu).

Þeir fundu líka vatnsbyssu og ákváðu að fara í stríð úti á palli (já sem betur fer á pallinum!) – þeir voru semsagt allir frekar blautir og þreyttir þegar þeir héldu heim á leið guttarnir og Oliver í skýjunum með daginn.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme