Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

kjaftasögur…

Posted on 27/02/200421/06/2005 by Dagný Ásta

Ég er búin að heyra annsi mikið af allskonar kjaftasögum undanfarnar vikur,
þær hafa verið ljótar, ýktar, skrítnar, hrein og bein lygi, fáránlegar, undarlegar,
óraunhæfar og eflaust e-ð fleira sem ég hef lítið pælt í.
Sumar hafa tengst mér beint aðrar óbeint og enn aðrar fólki sem mér þykir
alveg óskaplega vænt um.

Hvað er það sem fær fólk til að segja sögur sem eru stórlega ýktar?

Ég veit bara að þær sögur sem tengdust mér komu bara illa við mitt litla sálartetur en ekkert meira þar sem ég veit það best sjálf að þær eru rangar.
hey þar sem ég er umfjöllunar aðili þá ætti ég allavegana að vita það betur en sá sem segjir söguna ekki satt ?

Í gær fór ég í heimsókn til konu sem ég þekki vel og eyddi meðal annars kvöldinu með yndislegu dætrum hennar. Það eru rosalega margar sögur í gangi um þessa konu í dag sem mér þykir voðalega leiðinlegt að heyra, hún er veik já, nýlega greind með hörmulegan sjúkdóm sem á eftir að draga langan dilk á eftir sér. EN eins og þær sögur sem ég hef verið að heyra þá á hún bara hérum bil að vera við dauðanns dyr ( ég tók allavegana ekki eftir því í gær ;o) ) og allt á að ganga á afturfótunum hjá fjölskyldunni. Hvað um það ég veit það allavegana fyrir víst að þessar sögur eru bara að litlum hluta réttar, ég sá það sjálf og fékk að heyra
það frá hennar vörum með mínum eigin eyrum…
ég trúi því allavegana betur en þeim sögum sem komnar eru einhverstaðar utan úr bæ.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme