Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Föstudagur & Sunnudagur

Posted on 06/01/200421/06/2005 by Dagný Ásta

Föstudaginn 2 jan ákváðu 3 ungar dömur (og 1 til) að hittast, slúðra, horfa á idol & borða góðan mat saman.
Við byrjuðum á því að mæta heim til Liljunnar og ákveða eiginlega þar hvað við ætluðum að fá okkur að eta saman og enduðum svo á því að samþykkja allar að fara bara á NINGS og taka með okkur mat heim til mín svo við gætum notið Idolsins eða eigum við að segja hneykslast á Idolinu….
Þetta var yndislegt kvöld sem við vinkonurnar áttum saman og kjöftuðum um auðvitað ALLT og EKKERT eins og okkur er lagið
ýmsar hugmyndir voru meltar…

  • hvort við Lilja ættum að skella okkur með Emblu litlu á Línu á næstunni (sem verður gert á laugardaginn næsta)
  • hvort ég og Sirrý ættum ekki að skella okkur á dýrin ef þau verða enn sýnd um páskana
  • Hvort ég og Sirrý ættum ekki bara að slá öllu upp í kæruleysi og halda allsherjar partý í ágúst í tilefni 10.ág & 13.ág
  • Hvort við ættum að reyna að smala ÖLLUM gamla góða vinahópnum til að hittast og fara saman út að eta í tilefni þess að við verðum ÖLL 25 ára í ár… *jikes* erum við að verða gamlar??? 25 ára!? (Sirrý fékk nett panik og ég sem er heilum 3 dögum eldri en hún!!!! *hahaha*)
  • og margt fleira var rætt en þessi topic standa uppúr
    merkilegt nokk þá gáfumst við ekki upp fyrr en um 4 leitið um nóttina, hörku stuð á gellunum *jeij*

    Sunnudaginn 4. jan var löngu búið að ákveða af mér og Iðunni gellu að fara að sjá The King Returns… eða Lordinn… eins og þessar myndir eru verulega flottar í alla staði þá eru þær dáldið langar… en þær eru bara SNILLD!!!!

    næsta spurning er eiginlega… fyrst að LOTR er búið og MATRIX er búið hvað verður þá um næstu jól!?!?!?

    May 2025
    M T W T F S S
     1234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293031  
    « Dec    

    eldra

    • Annáll 2024
    • Protected: Staðan
    • Protected: Smá jákvæðni
    • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
    • Protected: heimsókn

    Categories

    • annáll (18)
    • Bakstur (55)
    • Brúðkaup (18)
    • daglegt röfl (3,450)
    • Danmörk (233)
    • ferðalög (108)
    • fjölskyldan (615)
    • Fjölskyldubrölt (1)
    • Föndur (37)
    • Framkvæmdir (28)
    • Göngutúr (1)
    • handavinna (43)
    • heilsa (135)
    • Hreyfing (1)
    • Krossaumur (9)
    • Matseld (30)
    • myndir (980)
    • PAD (363)
    • Prjón / Hekl (105)
    • Skóladót (25)

    Meta

    • Log in
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org
    © 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme