Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Frumraun Leifs í gerð purusteikar

Posted on 01/01/201301/01/2013 by siminn

það var lúmsk spenna í loftinu þegar við settumst við matarborðið á kvöldmatartímanum í kvöld… hví? jú, hingað til nú þá höfum við látið Skúla pabba/tengdó um að sjá um að bjóða okkur upp á Purusteik (já og svona einstaka veitingahús þegar við höfum farið á jólahlaðborð, sjaldast í líkingu við steikina hjá pabba/tengdó). Hann er nefnilega búinn að mastera þessa gerð. Puran er alltaf fullkomnlega poppuð og kjötið sjálft djúsí og gott.

Eftir að hafa fengið afrit af punktunum hjá pabba/tengdó þá ákvað Leifur að ráðast í matseldina. Hann tók reyndar líka nokkra punkta frá matarbloggara 🙂

Í heildina þá heppnaðist þetta alveg stórkostlega vel hjá Leifi, aðvísu pínu partur af purunni sem poppaðist ekki en það gerði ekkert til. Oliver spurði hvort þetta væri svona matur eins og Afi eldaði! svo kjömsuðu þau bæði á purunni sem þau fengu… heppin þau að það skuli bara vera 3 um þetta þar sem ég sjálf er ekki hrifin af puru en kjötið er gott 🙂

Við ætlum að setja punkta inn á uppskriftahlutann ásamt fleiri myndum og mun ég þá setja link á þá færslu hér við 🙂

Frumraun Leifs í gerð purusteikar #foodporn #delish #snillingur
Frumraun Leifs í gerð purusteikar #foodporn #delish #snillingur
May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme