Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

ammili Maju

Posted on 04/10/200321/06/2005 by Dagný Ásta

jæja ég er loksins farin að þekkja sjálfa mig eftir gærkveldið… þetta tók bara hva hálfan daginn að “finna” mig.
ég ásamt Iðunni mættum í afmælið um 10 leitið, við fyrstu sýn þá virtist sem ég þekkti ENGANN nema Maju auðvitað og Iðunni… en annað kom í ljós… þarna voru nokkir góðir af ircinu og svo auðvitað þeir Venni & Bjarni júdókapparnir sem hafa verið að koma í vinnuna til mín. Við gáfum Maju bók sem heitir “The Ultimate Kama Sutra in a Box”,cd sem Iðunn setti saman, bolla með hérumbil nökktum manni & svo skrifaði Iðunn ljóð sem mér þykir alger snilld!!
það var alveg ótrúleg vídd í fólkinu sem var þarna langt síðan mar hefur farið í partý þar sem maður þekkir ekki lang flesta. Ég hitti alveg nokkra “nýja” bloggara þar á meðal Betu & Óla T ferlega skrítið að sjá svona fólk sem maður “les” *heheh*
Við Iðunn ákváðum að stinga liðið í partýinu af og leita af liðinu sem fór á undan okkur í “Tjaldið” sem var staðsett fyrir framan Háskólann, það var eitthvað Októberfest þar *stuð* þar fundum við Hjalla, Magga, Ingó, Elmar & Axel vin Magga aftur, Maggi stakk af en við hin héldum afstað niður í bæ…
ég held mig langi aldrei aftur að heyra setninguna:

“I’ve got a horse in my bed”

aldrei nokkurntíma aftur!! Elmar söng þessa einu línu aftur og aftur frá háskólanum og niður í bæ *heheheh*
Við fórum öll saman á Ara og sátum þar þar til við héldum flest heim á leið. Verð að viðurkenna að þetta er í fyrsta skipti þar sem strákarnir við borðið tala meira en stelpurnar kannski vorum við Iðunn bara feimnar *Heheh* eða drukknari *ehhheldekki* Allavegna við skemmtum okkur alveg konunglega!!
þetta var alveg Snilldarkvöld og Maja á heiður skilið fyrir frábært partý *klappklappklapp*

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme