Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Handavinna: húfur og hálskragar

Posted on 12/11/201228/12/2012 by Dagný Ásta

Oliver vantaði húfu nýlega þannig að ég gróf upp garn sem ég átti til (Abuelita Yarns Merino Worsted) og úr varð þessi fína húfa sem reyndar kallaði fljótlega á að fá eitthvað með sér til að hafa um hálsinn. Mamma hafði prjónað á Oliver, þegar hann var lítill, kraga úr Dale baby ull sem mér líkaði mjög vel við… reyndar prjónaði hún annan eins á Ásu Júlíu þegar hún var lítil bara í öðrum lit en hvað um það 🙂

Ég studdist semsagt við þann kraga þegar þessi varð til. Hann er afskaplega mjúkur og hlýr enda er Oliver afskaplega hrifinn af honum.


Garn: Albulita merino worsted úr Handprjon.is
prjónar: 4,5mm og 5mm
uppskriftir: húfa: Basket weave hat og kraginn er upp úr mér
Ása Júlía vildi ólm fá eins og stóri bróðir þannig að úr varð að við fórum í bíltúr suður í Hafnafjörð í Handprjón þar sem systkinin völdu eins garn en aðra litasamsetningu í sett fyrir Ásu Júlíu.


 

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme