Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

bestastibesti…

Posted on 02/09/200321/06/2005 by Dagný Ásta

…frændi minn
mun vera hann Fannar frændi
hann er eiginlega meira svona eins og stóri bróðir minn…Ástæðan fyrir því er sú að á meðan hann var í menntó þá bjó hann að mestu heima hjá mér og það eru akkúrat 5 ár á milli okkar þannig að það var svona yndislegur systkinarígur í gangi heima ef eitthvað gekk á. Ég auðvitað á svona skemmtilegum aldri – Gelgjunni – og hann 16 ára.. enn meiri gelgja *hehe* það hefur eflaust verið stuð hjá gamlasettinu mínu
ég á margar góðar minningar með honum frænda mínum, t.d. er ein í algeru uppáhaldi hjá mér en hún er eiginlega meira svona um hann frænda minn og hans kvennamál.
Hann hafði verið á skólaballi og nælt sér þar í dömu sem hann svo kom með heim.. ekkert að því.. heilbr. ungur maður þarna á ferð. Nema hvað að hann hafði ætlað sér að vera búinn að koma henni út áður en fjölsk. vaknaði… hann hrekkur upp viðvondan draum þegar hann heyrir brölt í mér í næsta herbergi við sig.. hleypur niður á næstu hæð og rífur upp símaskránna og velur númer
*já mig vantar bíl hérna á Framnesveg…*
*eehh stóran eða lítinn? bara lítinn*
eftir smá bið mætir bíllinn…
drengurinn hafði hringt á sendibílastöðina ÞRÖST!!!!!
stelpu greyjið fór heim í sendiferðabíl…
Annars þá hefur aldeilis ræst úr hans kvennamálum, hann er búinn að ná sér í yndislega konu sem heitir Rán og eiga þau von á sínum fyrsta erfingja núna í lok Október
ein pæling svona í lokin… fyrst að Fannar frændi er einskonar stóri bróðir minn, verð ég þá ekki hálfgerð föðursystir
ég pant amk eiga eina tá í krílinu

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme