Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

helgin…

Posted on 07/07/200321/06/2005 by Dagný Ásta

…var yndisleg, þrátt fyrir rokið.. þá er allavegana hægt að segja að það hafi ekki verið rigning!!!

FÖSTUDAGUR

ég og mín mútter lögðum af stað um 2 leitið á föstudaginn (gamli maðurinn kom svo síðar um veldið). Nýta ferðina vestur til að heimsækja ættingjana líka.. ekki bara skemmta sér 😛
vorum svo komnar til Ólafsvikur rétt um 5 og þá var haldið beint niður á höfn enda var þar í fullum gangi dorgkeppni fyrir yngrikynslóðina sem var svo verðlaunuð með grilluðum pylsum. Flestir voru nú aðeins að ná í marhnúta.
Héldum svo í heimsókn til hans afa.. láta hann vita af því að við mæðgur værum komnar á svæðið… svo dúlluðum við okkur bara frameftir kveldi… fórum svo á Bryggjuball um kveldið þónokkur fjöldi fólks á svæðinu og mar gerði vart annað en að heilsa ættingjum eða gömlum vinum mútter… og fékk líka alltaf sömu sp ” er þetta litla stelpan þín”????!” hehe ér ekkert lítil…
ég held samt að það fyndnasta við kveldið ( þótt það sé ekkert fyndið ) hafi verið að verða vitni að því að litli frændi minn var böstaður fyrir drykkju… það eina sem ég segji er bara að hann var ekkert smá þorinn að byrja á þessu þarna þar sem allt var morandi í ættingjum… hélt hann virkilega að hann kæmist upp með þetta.. hehe litla fermingarbarnið…
allavegana þetta bryggjuball fór meira í kjaftagang og þannig gleði en dans og þannig skemmtanir… enda var maður alltaf að sjá ný og ný andlit sem mar bara varð að heilsa uppá.
Við keyrðum aðeins um bæjinn og tókum þá eftir því að í orðsins fyllstu merkingu voru ÖLL slétt svæði nýtt til að tjalda á!!!!

LAUGARDAGUR

þegar fólkið náði að dragast á fætur um hádegisbil var farið að undirbúa það að fara á skemmtiatriðin niðrí bæ.
Kaffibrúsakarlarnir voru algerir snillingar… þeir staðfærðu ýmsa brandara og báru þá m.a. upp á prestinn og svona skemmtileg heit… þeir náðu amk að skemmta þeim sem á þá hlustuðu enda held ég að sjaldan hafi verið eins margir alveg upp við sviðið til að sjá nógu vel.
Magadansmær var líka á staðnum og stóð sig alveg svakalega vel.. ég veit ekki hvort ég myndi vera til í að stiga magadans fyrir framan hellings helling af fólki sem ég þekkti eða svoleiðis ehhehe… amk ekki í þessum klæðnaði eða veðri!!
þetta eru allavegana þau 2 atriði sem stóðu hæðst hjá mér því að ég dáðist að stelpunni fyrir þetta hugrekki!! annars þá tók flugsýningin sig líka vel út… verst að það var aðeins of hvasst fyrir fallhlífastökkið… aníhow… ekkert við því að gera..
Kikti líka inn á markaðinn og þar var allt stappað af fólki og slatti af því að smakka á færeyskum réttum sem ég hafði sko ENGA lyst á… lyktin ein var nóg fyrir mig takk fyrir. það var fullt af fólki þarna sem var að reyna að selja ótrúlegustu hluti… t.d. var Pétur Kristjánsson gamli poppari að selja cd og dvd þarna en eingögnu tónlistar dvd… hefði getað keypt mér dvd með Britney Spears my IDOL heheh að vísu fannst mér PK vera annsi dýr miðað við það að hægt er að fá hans vöru á svipuðu verði bara í Hagkaup eða Skífunni
Margar af kellum bæjarins voru með handverk til sölu… sumar seldu grimmt aðrar ekki neitt.. svo var það hann Gilli sem var sennilegast með vinsælasta básinn þarna amk hjá unglingunum & krökkunum…. hann var að selja svona allskonar drasl!!! hakkísak og einhver armbönd og svona dóterí… en hann mátti eiga það að hann var með vörur sem seldust annað en sumir.
um kveldið var svo dansleikur niðrí bæ og svo síðar í félagsheimilinu Klifi en þar þurfti að borga sig inn þannig að ég er ekkert alltof viss um að unga fólkið hafi gert mikið af því að fara þangað. Dansiballið var fínt… hellings hellingur af fólki og svo var bara verið að rölta um bæjinn og skoða mannlífið og tjaldbúa.

SUNNUDAGUR

þar sem ég hafði engann áhuga á því að fara í einhverja skemmtisiglingu þá ákvað ég bara að halda af stað í bæjinn snemma og var lögð af stað upp úr 1… eða allavegana færði mig um set í bænum fyrst í stað því að ég tók litlu frænku mína með í bæjinn… Ég skemmti mér ágætlega þrátt fyrir kulda og rok… spurning um að skella sér aftur að ári ?? og plata þá með sér fólk 🙂
Myndirnar koma inn um leið og nýtt albúm reddast 🙂
frásögn á MBL.is

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme