Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Ring…

Posted on 22/07/200321/06/2005 by Dagný Ásta

ég kíkti með stelpunum á kaffihús seinnipartinn í gær…
nenntum einhvernvegin ekki heim i mat þannig að við ákváðum að rölta yfir á Ítalíu. Ég hef ekki komið þar inn eftir að það var gert upp eftir brunann…bara svakalega fínt hjá þeim. og maturinn er alltaf jafnmikið sælgæti og jafn vel útilátinn diskurinn…
úff ég gat rétt borðað helminginn af pastanu mínu og það sama gilti um Lilju og Sirrý, þær rétt gátu borðað helminginn af sínum mat.
Við vorum þarna í smá tíma bara að slúðra og kjafta og slúðra meira svona ekta stelpu dót eða eitthvað álíka. Rosalega gaman að hittast svona en því miður þá gerum við alltof lítið af þessu… ég væri svo til í að reyna að ná að hittast allar stelpurnar úr “gamla” vinahópnum myndu ná að hittast fyrst að Sirrý er í bænum, en hún fer aftur norður eftir nokkrar vikur… og sá tími líður alltaf svo rosalega hratt eða það finnst mér allavegana.
Annars þá er hún að reyna að plata mig á Sigló um versló… það væri máske ágætt komast úr bænum en ekki vera föst í tjaldi eða what ever á einhverri útihátíðinni. mar gæti líka tekið þetta með trukki og farið norður með henni og keyrt svo aftur í bæjinn hina leiðina þannig að mar fer í raun hringinn… það er alveg hugmynd eftir matinn fórum við gellurnar yfir til Röggu vinkonu Lilju og horfðum á mynd sem á víst að heita Hryllingsmynd… RING en mér fannst hún ekkert ógeðsleg eiginlega bara allt annað en það… kannski var það vegna þess að við horfðum á hana í upprunalegu útgáfunni og þar afleiðandi skildum við ekki rassgat í bala og náðum kannski að tala aðeins of mikið um myndina og pæla í henni þannig séð en rosalega fannst mér aðal trixið flott!!! geðveikislega flott!!!
Ég er samt að spá í að taka ensku útgáfuna þegar hún kemur út, kannski hún sé meira svona scary…

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme