Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Landmannalaugar

Posted on 06/10/201107/10/2011 by Dagný Ásta

Fjölskyldan fór ásamt hressum og skemmtilegum starfsmönnum Hnit & Samsýnar í Landmannalaugar um helgina. Mikið ævintýri að fara svona ferð með rútu – amk að mati krakkanna 🙂

Haldið var af stað á föstudag frá Miðbæ strax eftir vinnu kl 16 og komum við í hús svona um kl 20 í svona líka grenjandi rigningu og roki!!

Það stoppaði fólkið samt ekki í að skella kolum í risagrill og henda nokkrum borgurum/pylsum/svínahnökkum þar á og næra sig eftir ferðalagið. Oliver og Ásu Júlíu fannst þvílíkt spennandi að þurfa að hlaupa út í sér hús til að fara á klósettið og til að bursta tennurnar 🙂
Eftir að ungarnir okkar voru sofnaðir, sem var btw þvílíkt spennandi að sofa á nýjum stað og það í SVEFNPOKUM var farið í spjall og meira spjall og svo aðeins meira spjall fram undir miðnætti en þá var komin alger ró í húsið.

Eftir grautartíma skelltum við okkur í göngutúr á laugardeginum þar sem fyrsta ævintýri dagsins hafði byrjað. Ungt par hafði ákveðið að skella sér í bíltúr (á MMC Lancer 4×4)  um hánótt til að fá sér smá sundsprett í laugunum en það gekk ekki betur en svo en að það hafði drepist á bílnum þeirra í miðri ánni og þau gengu í grenjandi rigningu til skálavarðarins sem hleypti þeim inn til okkar (við vorum sko með allan skálann á leigu fyrir okkur) þar til birti og stytti upp svo hægt væri að kíkja eitthvað á bílinn þeirra.  Krökkunum fannst alveg stórkostlegt að sjá bílinn dreginn upp úr ánni 🙂

Feðgarnir fóru svo í göngutúr með nokkrum öðrum sem spannaði rúma 5km og tók tæpar 2 klst. Oliver var þar fremstur í flokki og blés varla úr nös þegar þeir komu til baka í skálann. Ása Júlía hinsvegar kúrði sig aðeins með mömmu og las fyrir dúkku.

Í rigningu og roki var nokkrum lambalærum komið fyrir á grillinu og eldhús skálans gert svaka kósí með kertaljósum og langborðum. Eftir að ungarnir okkar voru komnir í svefn södd og glöð héldum við áfram á spjalli og notalegheitum fram eftir kvöldi.

Frábær ferð fyrir utan smá óhapp sem átti sér stað á laugardagskvöldinu en við þurftum að senda einn af eldri krökkunum undir læknishendur og útskýra vel fyrir Oliver að þó e-ð gæti brotnað þá þýðir það ekki endilega að það detti af 😉 Sem betur fer fór betur en áhorfðist og “bara” slæm tognun og mikil bólga í gangi en ekki brot.

Myndirnar má finna hér (ath læst með lykilorði)

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme