Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Húsafell

Posted on 09/08/201119/08/2011 by Dagný Ásta

Við skelltum okkur í útilegu aftur núna um helgina – alltaf jafn notalegt að komast í litla rjóðrið sem við fundum fyrir nokkrum árum og höfum farið þangað aftur og aftur 🙂

Krakkarnir nutu sín í könnunarleiðöngrum og komust í annsi góðan pakka þegar þau uppgötvuðu að það væru komin svört ber á krækiberjalyngið! nóg af bláberjum líka en þau áttu eftir smá þroska enda vel græn 🙂

Við kíktum auðvitað á brennuna og hlustuðum á “tónleikana” – Oliver og Ása Júlía tóku auðvitað undir í þeim lögum sem þau þekktu 🙂

Þeim fannst auðvitað afskaplega spennandi að sofa í tjaldi og spjölluðu endalaust við okkur þegar kom að háttatíma 🙂

Við kíktum í smá bíltúr eftir tja mjög ójöfnum og “skemmtilegum” vegi sem bjó til svolítið ævintýri fyrir okkur og endaði með heimsókn á verkstæði í dag *hehemmmm* Skulum bara segja að það hafi allir vitað að við værum á svæðinu eftir þennan bíltúr!

Í heildina mjög notaleg lítil fjölskylduferð í Húsafellið!

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme