Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Jólajóla

Posted on 28/12/2010 by myndir


jólakonfektið okkar á jólunum 🙂
Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta

Við litla fjölskyldan erum búin að eiga alveg ágætis jól… eini mínusinn er slappleiki móðurinnar sem er alveg búin að fá nóg af þessu kvefi/hósta sem búið er að sitja sem fastast í rúmar 2 vikur með einstaka hitatoppum? eins furðulegt og það nú er.

Annars þá eyddum við jólunum með báðum ömmu og afasettunum eins og fyrri ár. Þ.e. við byrjum á að fara til m&p í mat og fyrra pakkaholl og færum okkur svo yfir til tengdó í seinna pakkaholl og kaffi/smákökur 🙂

Oliver virðist hafa verið að fatta jólin fyrir alvöru núna þar sem hann var alveg á yfirsnúningi og síspurði hvenær hann mætti eiginlega opna pakkana??? svoo voru þeir rifnir upp á mettíma og eiginlega má segja að hann hafi helst viljað opna jólapakkana til allra í fjölskyldunni.

Segja má að þetta hafi verið fyrstu alvöru lego jólin hans Olivers þar sem hann fékk 4 stóra legópakka sem þurfti að vinna í að setja saman 🙂
Ása Júlía var ekki alveg að kveikja á öllum hamaganginum en spenntist samt þónokkuð upp bara afþví að stóri bró var svo spenntur.

Við fórum í árlegt Þorláksmessukaffi til Sigurborgar ömmu á Þorlák og hittum þar alla fjölskylduna – þar var tekin mynd af öllum langömmubörnunum 6 en klaufarnir við vorum ekki með myndavélina þannig að við þurfum að betla eintak af einhverjum hinna 🙂
Eftir Þorlákspizzuna fórum við svo einn Laugara með krakkana sem Oliver þótti frekar skrítið… að fá að vera úti og komin svona mikil nótt!!

Gleðileg jól allir – vonandi áttuð þið yndisleg jól og næsti pistill hér verður væntanlega hinn árlegi annáll 🙂

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme