Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Jólakonfekt part II

Posted on 19/11/2010 by Dagný Ásta

Við tókum okkur til og útbjuggum týpu 2 (eða 4, fer soldið eftir því hvernig er litið á síðasta skammt, voru það 3 teg af því að þar eru 3 teg af fyllingum? en samt allt eins?) af jólakonfekti í gær 🙂

Í þetta sinn fékk Oliver að hjálpa til og Ása skemmti okkur með skríkjum, hlátri og spjalli á kanntinum. Oliver fannst reyndar soldið erfitt að búa til kúlur úr Marzipaninu… endaði eiginlega bara með því að Oliver setti saman Marzipan og Núggat og kuðlaði því einhvern vegin saman (hann sagði að hann væri að pakka því inn) og rétti mér og tilkynnti “mamma, þú átt að gera kúlu, ég er búin að pakka súkkulaðinu inní”. Leifur fékk svo það hlutverk að hjúpa kúlurnar.

Þetta var lúmskt gaman og það verður bara spennó þegar Ása Júlía kemst á þennan aldur og getur farið að hjálpa til. Ég geri nú eiginlega ráð fyrir því að þá rúmlega 5 ára strákur komi til með að geta gert kúlur… hann rúllar þá etv kannski bara pökkunum í kúlur fyrir systur sína… nema að hún verði e-ð færari í kúlugerð en bróðir sinn…

Lítið var um myndatöku af þessu EN ég held að það séu einhverjar í stóru vélinni… kíki á það við tækifæri!

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme