Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

bíó

Posted on 29/07/2010 by Dagný Ásta

Ég hef ekki verið að fara mikið í bíó síðastliðið ár… hef samt gert nokkrar tilraunir en þá hefur oftar en ekki ekkert verið í bíó sem mig hefur langað að sjá. EN þótt ótrúlegt sé að þá er ég búin að fara 2x síðustu 4 daga :-p

Við Leifur skelltum okkur með Oliver að sjá Toy Story 3 á sunnudaginn… Oliver ELSKAR Bósa Ljósár & Vidda. Hann sat stjarfur megnið af myndinni og starði á stóra tjaldið 🙂 yndislegt að fylgjast með honum.
Við skemmtum okkur líka ágætlega, ekki bara við að horfa á Oliver upplifa myndina heldur líka við að horfa á TS3. Fullt af húmor tilstaðar fyrir okkur þessi eldri sem krakkarnir kveikja ekkert endilega á.

ts3_reveal_11

Í gær fór ég svo ásamt nokkrum mömmum sem eiga börn á aldur við Ásu Júlíu að sjá heimildarmyndina Babies. Hún var alveg yndisleg! Ekkert smá gaman að sjá þessi kríli og hversu ólíkt fyrsta árið er í þeirra lífi þrátt fyrir að þau öll gangi í gegnum sama þroskaferli þannig séð. Þarna er fylgst með 4 börnum, stelpu frá Namibíu, strák frá Mongólíu, stelpu frá Japan og stelpu frá USA. Það sem var líka svo skemmtilegt við þessa mynd er að við gátum allar tengt þetta við okkar eigið líf… svona var þetta búið að vera hjá ungunum okkar síðasta árið 🙂  Mæli með henni! sérstaklega ef þið eigið ung börn!

borrowed from FocusFeatures.com

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme