Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

skrall…

Posted on 28/06/200321/06/2005 by Dagný Ásta

jæja ég afrekaði það að kíkja út úr húsi í kveld… var samt ekki alveg upplögð enda sýndi árangurinn í pool það … hehe tapaði sko báðum leikjunum
Axel vann mig og svo vann Grjóni Axel og svo Grjóni mig… piff… nei ég er ekkert tapsár!!!
Skröltum okkur svo yfir á Ara en þar var allt fullt út úr dyrum af einhverju golfaraliði… held það hafi verið að taka þátt í þessu miðnæturgolfi nema ég efast stórlega um það að það hafi verið í neinu ástandi til að spila golf … ehheemmmmmmmm…. Nema hvað ég skemmti mér alveg stórkostlega vel þarna inni við að fylgjast með 2 stúlkum sem svo henntulega vildi til að staðsettar voru sitthvoru megin við mig þannig að ég mátti hvorki líta til hæ né vi… ekki gott mál því að ég var að springa úr hlátri…
ok Önnur gellan stóð á pallinum fyrir utan Ara og virtist ekki alveg átta sig á því að þetta væri GLUGGI sem skildi að pallinn og kaffihúsið.. hélt greinilega að þetta væri spegill og var alveg heillengi að spegla sig og laga sig til og svona.. hrista hausinn til að fá hárið rétt og svo tosa buxurnar aðeins upp nei líta betur út aðeins neðar toga niður svo bolurinn var ekki alveg að gera sig þannig að það þurfti að laga hann e-ð til lika… æji þetta var bara fyndið… had to bí there fyndið amk
en hin skvísan var staðsett hjá trúbadornum…. og hún held ég að hafi haldið að hún ætti að syngja… hún væri skemmtikrafturinn en ekki hann… því að hún stóð fyrir framan trúbbann allan tíman og söng út í “salinn” og dillaði sér með þvílíkum töktum… hún greinilega í stuði… svo fór hún eitthvað að ota rassgatinu í átt að borði fullu af KK og viti menn haldiði að hún hafi ekki fengið tipps út úr því… 2 seðla = amk 1000kr hehe gott hjá henni…
en æj vá … taktarnir hjá dömunni… hreyfingarnar og gretturnar við sönginn bara brandari ársins!!! en ég vona hennar vegna að þetta hafi verið yndisleg kvöldstund því hún virtist amk skemmta sér alveg súper vel

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme