Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

átak – Gestagangur & fleira

Posted on 16/01/2010 by Dagný Ásta

Ég ætla að  fara að taka mig á og punkta hérna inn þegar við kíkjum einhvert sniðugt eða einfaldlega eigum skemmtilegar stundir með fólkinu okkar.

Annska, Sigga og Jón Geir kíktu á okkur í gærkvöldi og spiluðum við Catan með einhverri furðuútgáfu að mér skilst án þess að vita neitt um það, ég get nefnilega ekki sagt að mér þyki catan skemmtilegt og nenni því ekki að setja mig almennilega inn í það, en félagsskapurinn var/er hinsvegar skemmtilegur 🙂

Við þurfum að vera duglegri við að plata fólk í heimsókn til að taka smá spil, kjafta frá okkur allt vit og vaka alltof lengi 🙂 það er svo gaman að eiga þannig minningar og skemmtilegar stundir þegar verið er að rifja upp gamla tíma 🙂

Í dag kíktum við Oliver & Ása Júlía (Leifur er í vinnutörn) niður í Handverkshús en þar var svokallað “opið hús” og kynning á námskeiðunum sem eru haldin þar. Þetta var dálítið sniðugt og fullt af áhugaverðum námskeiðum í boði þarna. T.d. var sá sem kenndi pabba að tálga (og kom honum inn í þessa fíkn hans) með nokkur sýnishorn af verkum sínum og var líka að tálga eitthvað smádót. Einnig var nágranni okkar hérna á H14 að kynna námskeið sem hann er með bæði í handverkshúsinu og svo prívat í silfursmíði. Alveg til í að kíkja á svoleiðis 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme