Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

skrítin tilfinning….

Posted on 13/01/201013/01/2010 by Dagný Ásta

Fyrsti tíminn á framhaldsnámskeiðinu í ubsundi var  í gær. Ása Júlía skemmti sér konunglega þrátt fyrir að vera lítið búin að sofa yfir daginn.

Þegar ég kom ofaní laugina var byrjendanámskeið í fullum gangi og rak ég strax augun í nokkur kunnugleg andlit, fannst ég þekkja næstum hálft námskeiðið… Mér brá reyndar illilega þegar ég sá einn pabbann… fannst ég sjá ofsjónir en fattaði fljótt að svo var nú reyndar ekki.
Ég hef samt ekki enn getað hrisst þessa ónotatilfinningu af mér sem ég fékk þarna í gær.

Þannig er nefnilega málið að fyrir nokkrum árum lést fyrrum bekkjarbróðir minn í ömurlegu slysi. Yndislegur strákur sem mikill missir er af. Þessi strákur á yngri bróður sem var aldrei neitt svaðalega líkur honum fyrr en nú! Ég get svo svarið það að mér fannst ég vera að horfa á þennan bekkjarbróður minn vera með barnið sitt í ungbarnasundi en sá samt fljótt að þetta var litli bróðirinn.

Ég veit eiginlega ekki hversvegna ég er að pósta þessu inn á vefinn, etv til þess að reyna að losa mig við tilfinninguna eða eitthvað í þá áttina…

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme