Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Nýjir nágrannar…

Posted on 23/09/2009 by Dagný Ásta

Það virðist sem við séum að fá nýja nágranna hérna á neðri hæðina 🙂 Íbúðin er búin að standa auð í 2-3 mánuði og svo eru búin að heyrast þessi svaka læti þaðan síðustu vikuna eða svo. Reyndar tók einhver sig til og fór að bora með þessum líka svakalegu látum á laugardaginn og ég hef aldrei nokkurntíma séð Oliver svona hræddan… Við erum að tala um öskur og svo hljóp hann beint í fangið á mér og vildi helst komast inn í mig og hágrét á meðan  :hmm:  endaði með því að ég fór niður með hann, bankaði uppá og fékk að sýna honum borvélina og götin í veggnum, þá róaðist hann eitthvað. Karlgreyjið varð alveg miður sín yfir að hræða barnið svona en Oliver þarf bara að læra á þetta 🙂 Nýji eigandinn er líka búinn að rífa eldhúsinnréttinguna út, hélt að það væri búið…  er það ekki e-ð 2007 dæmi?!?

Virðist vera ágætis strákur, eitthvað aðeins yngri en við og alger töffari á sínum töffara bíl *hehe* með skyggðu rúðurnar og alla spoilerana og svona dótarí 🙂

2 thoughts on “Nýjir nágrannar…”

  1. Ása LBG says:
    23/09/2009 at 19:30

    ææ krúsídúllan (Oliver sko). Er það ekki voða 2009 að taka niður eldhúsinnréttingar frá 2007? hehe

  2. Dagný Ásta says:
    23/09/2009 at 19:32

    hehe, eflaust sérstaklega ef það var einhver íburður í þeim *Heheh*
    en þessi var nú bara venjuleg skv myndum sem voru á sölusíðunni 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme