Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Aðeins á íslandi…

Posted on 11/06/2009 by Dagný Ásta

þegar ég kom að bílnum mínum eftir vinnu í gær var glæsilegur miði undir framrúðunni þar sem á stóð

Bíll með nrinu XX-XXX bakkaði á bílinn þinn
kveðja M og svo gsmnúmer

ég fór hringinn í kringum bílinn en tók ekki eftir neinu nýju, einhverntíma fyrr í vetur hafði stór bíll bakkað utan í stuðarann og ég vissi af því þannig að ekki var það það. Ákvað bara að láta Leif vita af þessu og að við myndum bara skoða bílinn í sameiningu þegar hann væri búinn að vinna.

Ekki málið – tökum fljótt eftir því að afturljósið bílstjóramegin er brotið *jeij* og kl orðin of margt til að hafa samband við tr.félagið okkar eða umferðarstofu (til að hafa uppi á eiganda bílsins) þannig að ég prufaði bara að bjalla í hr M sem var svo góður að skilja eftir númerið sitt 😉 hann gat nú lítið veitt mér af nýjum upplýsingum EN sagði mér hiklaust að gefa sitt nafn upp á tjónaskýrslunni *hmm* ok!

Morguninn hjá mér er ss búinn að fara í að hafa samband við tryggingafélagið og fá uppgefið nafn bíleigandans, sem vill svo skemmtilega til að er gamall kennari minn úr Hagaskóla! bara á íslandi!

Þetta er samt allt að blessast og við ætlum að reyna að fara í næstu viku og ganga frá þessu ljósamáli 🙂

Alltaf gott að til sé heiðarlegt fólk eins og hr M 🙂

1 thought on “Aðeins á íslandi…”

  1. Ása LBG says:
    11/06/2009 at 19:29

    jæja núna þarf ég að vita hvaða kennari þetta er 😉

    frábært samt af Hr. M að skilja eftir miða

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme