Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Páskarnir

Posted on 14/04/200914/04/2009 by Dagný Ásta

Við áttum yndislega páska í ár. Eyddum þeim að mestu leiti með vinum okkar og nánustu fjölskyldu.

Skírdag byrjuðum við á ferð í laugardalslaugina, engin smá sæla! Sólin var svo sterk að laugin var vel heit og ef mig misminnir ekki sýndi mælirinn 14°c hita 🙂 Fengum Óla í mat, bíló og spil um kvöldið 🙂 Tilraunaeldhúsið okkar er tilvalið þegar Óli er væntanlegur í mat  😀

Á föstudaginn langa fékk Oliver að fara með ömmu, afa og Sigurborgu að heimsækja langömmu og gisti svo í framhaldi af því hjá tengdó, við höfðum reyndar skellt okkur í göngutúr niður í bæ og kíkt á endurnar á tjörninni ofl.  Við  skelltum okkur svo á hitting með æskuvinkvennahópnum mínum um kvöldið;) Í ár var 1 stk leynigestur með sem kom reyndar ekki fram fyrr en allir voru búnir að borða (nema Freyr *hrollur*). Lítill slímugur snigill hafði náð að halda sér fast í kálblaðið sitt í gegnum skolunina og leitaði að lokum skjóls á gúrkubita.  Kvöldið einkenndist svo af kjaftagangi, hlátri, ÞUNGLYNDISSPJALDINU, spilamennsku og meiri hlátri 🙂

Vorum í rólegri kanntinum á laugardeginum enda komum við seint heim eftir skemmtilegt kvöld með stelpunum (og Frey). Kíktum í Kolaportið og á hafnarrúnt – um leið og við fórum af höfninni heyrðist í aftursætinu “meija meija” eða stubburinn vildi sjá fleiri báta 🙂 Mér fannst alger snilld að sjá að á dagskrá kvöldsins var Mary Poppins 🙂

Páskadagur rann upp og við skelltum okkur í páskaeggjaleit í Á72. Oliver varð ekkert lítið glaður þegar hann “fann” eggið sitt 🙂 og ekki minna glaður þegar hann sá allt nammið sem foreldrarnir höfðu troðið í eggið í stað upprunalegs nammisins *haha* lítið þarf til að gleðja pjakkinn 🙂 Áttum saman notalega stund með megninu af fjölskyldunni hans Leifs. Kíktum svo heim í smá lúr og kúr og fórum svo aftur í Á72 í páskamat 🙂  Bara kósí dagur 🙂

Á annan í páskum fórum við svo á F59 að hitta mömmu og pabba en þau eyddu megninu af páskunum á Höfn í Hornafirði þar sem Agnar frændi var að fermast. Við náðum líka að hitta á þær Önnu og Hjördísi systur mömmu.  Seinnipartinn var svo stór hluti af stórfjölskyldu Leifs saman kominn í Á72 og við mættum auðvitað þangað í kaffi 🙂 Ég er ekki frá því að Oliver hafi verið annsi ruglaður eftir daginn þar sem við brunuðum beint í mat í F59 eftir kaffið í Á72 🙂

Þetta var semsagt bara notalegt og miklum tíma náð með okkar fólki.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme