Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

sorglegt

Posted on 11/04/2009 by Dagný Ásta

Mér finnst það alveg svakalega sorglegt þegar fólk þarf að láta reiði sína bitna á einu virtasta húsi landsins. Við fórum í smá göngutúr í gærmorgun með strákinn, byrjuðum niðrá tjörn og gáfum öndunum eða réttarasagt svönunum og Gæsunum brauðbita og röltum svo áfram út á Austurvöll. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir þegar þangað var komið var að það var búið að brjóta amk 1 rúðu í öllum gluggunum á framhlið Alþingishússins, veit ekki hvort það gerðist þá um nóttina eða fyrr. Held amk í minni einfeldni að það sé löngu búið að gera við mótmælarúðubrotin síðan fyrr í vetur.

Alþingishúsið er eitt af fáum húsum hér í borg sem mér finnst álíka heilagt og kirkjur og þ.a.l. finnst mér það alveg út í hróa hött þegar fólk ræðst að því húsi með þeirri vanvirðingu að vilja eyðileggja – jájá fólkið sem situr þar inni er margt hvert algert fífl og má alveg finna sér aðra vinnu en ég er ekkert að pæla í því heldur byggingunni sjálfri og því sem hún stendur fyrir, pakkið innandyra er svosem að eyðileggja og vanvirða húsið líka, bara á annan máta.

Þrátt fyrir þetta áttum við notalegan göngutúr í miðbænum og Oliver skemmti sér konunglega við að gefa fuglunum brauðbita 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme