Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

útsaumsnæstumþvíklár

Posted on 09/03/200912/03/2009 by Dagný Ásta

eða svona 96% klár þar sem það vantar punktinn yfir I-ið 🙂

Ég tók mig til um daginn og byrjaði að sauma út nýtt stykki sem ég var búin að vera að skoða í svolítinn tíma. Fann til svartan java og DMC liti (hvítan og silfraðan (E168)) og hófst handa 🙂 stykkið sjálft er búið að liggja hérna á borðinu hjá mér tilbúið í nokkra daga EN ég átti alltaf eftir að redda mér smá bútasumsefni (því að ég vildi ekki nota meiri java) til þess að geta gengið frá stykkinu eins og ég vildi.

Á milli hóstakasta í gærkvöldi kláraði ég svo loksins að ganga frá fyrsta skæraveskinu mínu 🙂 ég á bara eftir að redda mér tölu (sem ég veit að ég get grafið upp í gamla töluboxinu hennar Þuru ömmu) og festa á sinn stað 🙂

skæraveski
Skæraveski klárað 08.03.09
Munstrið fengið héðan

8 thoughts on “útsaumsnæstumþvíklár”

  1. Ása LBG says:
    09/03/2009 at 16:15

    þetta er rosalega flott hjá þér – mig langar í svona – spurning hvort ég hermi 😉

  2. Sigurborg says:
    09/03/2009 at 21:09

    Váá en flott ! 😀

  3. Inga says:
    09/03/2009 at 23:32

    En flott. Þú verður að hengja það uppá vegg!

  4. Dagný Ásta says:
    09/03/2009 at 23:47

    heh, takk takk 🙂 er mjög ánægð og verð enn ánægðari þegar ég er búin að gramsa í ömmuboxi 🙂

    Inga, eehhh nei ég hafði meira hugsað mér að geyma skæri í þessu 🙂

  5. Sigurborg says:
    10/03/2009 at 11:26

    Hahahaha jájá, setur bara skæri í það og hengir SVO uppá vegg, ég meina, þú getur ekki farið að geyma þetta í einhverri saumatösku eða ofan í skúffu, verður nú að sjást 😉

  6. Dagný Ásta says:
    10/03/2009 at 12:49

    Sigurborg, hvar er skæraveskið sem ÞÚ gerðir í húsó?? 😉

  7. Sigurborg says:
    10/03/2009 at 22:16

    Ohh ojj það er svo ljótt, ég þarf að gera eitthvað svona flott 😉

  8. Linda litlaskvis says:
    12/03/2009 at 22:38

    Glæsilegt mín kæra!
    Pfft, hengja það uppá vegg? Er fólk ekki í lagi? 😉

Comments are closed.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme
Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða