Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

cd spilari & Hangikjöt

Posted on 29/05/200320/06/2005 by Dagný Ásta

jæja, gærdagurinn var með hinu rólegasta móti… eða hitt þó heldur… það var helling að gera í vinnunni hjá mér og svo var farið beint á flakk að skoða cd-spilara í litla græn… m&p ætla að vera svo góð við mig að kaupa handa mér í fríhöfninni þegar þau koma heim 🙂 svo í gærkveldi þá voru tónleikar hjá Hangikjötinu… sem er heimsþekkt ( ok ekki enn en verður þa!!) hljómsveit sem skipuð er m.a. 2 af samstarfsmönnum mínum, þeim Gauta & Þorgeiri…
Svakaleg stemmning skapaðist í félagsheimili Gróttu þar sem dæmið byrjaði kl 9… hljómsveitina skipa 8 þaullærðir einstaklingar… þarna voru 3 gítarar, 1 rafmagnsgítar 1 rafmagnsbassi, og svo 3 söngvarar.
Þau sungu mörg skemmtileg og þekkt lög… tóku m.a. sína eigin útgáfu af Dag sem dimma nótt svo tóku þau líka ” In the jungle ” og svo tók Þorgeir sólósöng “Fly me to the moon” í stíl Bogomils Font… svakalega flott hjá þeim. Það er strax farið að tala um næstu tónleika, hvenær sem þeir verða… vonandi verða þau allavegna með jólatónleika 🙂
Lagavalið einkenndist af skemmtilegum lögum sem voru reyndar öll í rólegri kanntinum.. kannski má segja fáum gítargripum… 🙂 þar sem sumir í bandinu byrjuðu aðeins að læra á gítar í haust… flestir held ég 🙂 Annars þá voru ýmisskonar hljóðfæri nýtt þarna… t.d. bongotrommur, harmonikka, “mandarínur” og stór Hallgerður…. og svo varirnar!!! ekki má gleyma þeim!!
Ég tók slatta af myndum þarna í gær og á bara eftir að fara upp í vinnu og dl þeim úr myndavélinni… um leið og ég er búin að því þá sendi ég þær inn í albúmið mitt og linka það inn hér 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme