Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

allt og ekkert

Posted on 17/02/200917/02/2009 by Dagný Ásta

mér finnst eins og ég sé búin að vera að vanrækja þessa síðu frekar lengi … yfirleitt hefur verið góður möguleiki fyrir mig á að fletta upp í færslunum hérna svipað og í dagbók ef eitthvað hefur verið að gerast en ég rak mig á það þegar ég var að gera annálinn fyrir síðasta ár að það var bara alls ekki svo.

Þannig að planið er að fara að taka sig á og reyna að halda betur utanum þetta. Ég hef reyndar aldrei verið þessi dagbókartýpa en hinsvegar síðan við LS byrjuðum saman þá hef ég oft skemmt mér yfir því þegar tengdapabbi dregur upp dagbækurnar sínar síðan krakkarnir voru lítil eða einfaldlega dagbókina sína frá því 1978 og fann þar færsluna þegar þau komust að því að Leifur væri á leiðinni 😉 held að Leifi þyki vænt um að það skuli vera skjalfest þar *hehe* þó hann kannski viðurkenni það ekki 😛

Ég er líka ferlega þakklát fyrir allar þær færslur sem ég hennti hérna inn á meðan við skötuhjúin bjuggum í Danaveldi. Ýmsar minningar og upplýsingar sem leynast þar 🙂

4 thoughts on “allt og ekkert”

  1. Ása LBG says:
    17/02/2009 at 18:54

    það er auðveldara að blogga þegar maður býr í útlöndum – þá einhvern vegin hefur maður meira að segja en já vertu duglegir – hvernig væri að virkja Leifó aðeins?

  2. Dagný Ásta says:
    17/02/2009 at 19:19

    hahahah já veistu æ dón’t think só!

    ég er ekki alveg sammála því – það er öðruvísi jú en ég var alveg jafn virk áður en við fórum út og á meðan, færslurnar voru bara öðruvísi.

  3. Kolla says:
    17/02/2009 at 22:28

    Hæ hæ bara von á barni á ,,mínum,, afmælisdegi, þið hin fæddust nefnilega á honum og ekkert mál að bæta við einu kríli, innilega til hamingju og alltaf gaman þegar börn bætast í fjölskylduna

  4. Maggi Magg says:
    20/02/2009 at 21:16

    Ég man nú að Leifur hélt dagbók þegar við vorum yngri, en hann skrifaði svo hratt og ólæsilega að enginn gat lesið úr henni nema hann. Það var hans dulkóðun í þá daga.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme