Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

…

Posted on 14/12/2008 by Dagný Ásta

ég er voðalega tóm eitthvað þessa dagana – dagarnir líða hratt hjá og eru allir ferlega eins eitthvað. Vinna, sofa, leika við Oliver og auðvitað borða. Það er svotil það eina sem mér finnst ég gera.

Við erum reyndar búin að redda því sem redda þarf fyrir jólin – á eftir að sækja jólakortamyndirnar úr framköllun og koma jólakortunum í póst EN að öðru leiti er allt nokkurnvegin komið – m.a.s. stendur jólatréið hérna úti á svölum og bíður þess að vera tekið inn, troðið í fótinn og skreytt með allskyns drasli 🙂

Við fórum líka á síðasta jólahlaðborðið í ár í gærkvöldi. vá hvað ég er eiginlega komin með miklu meira en nóg af jólamat í bili – þakka reyndar fyrir að borða ekki síld, held reyndar að ég hefði ekki haft lyst á henni hvorteð er eftir allar fréttirnar undanfarið um sýkingar í síldinni *hrollur*
Við byrjuðum á því að fá fyrsta jólamatinn þegar laufabrauðið var skorið hjá familíunni hans Leifs daginn fyrir fyrsta í aðventu, næst fór ég með Ingu tengdó og Evu Mjöll á jólafund Zontaklúbbsins sem tengdó er í, um síðustu helgi var það svo Óðinsvé með vinnunni hans Leifs og í gærkvöldi var það svo vinnan mín í heimahúsi þar sem veisluþjónusta sá um matinn. Alveg komið gott í bili myndi ég segja 🙂

Mér fannst reyndar eitt dálítið merkilegt sem kom fram í skemmtiatriði í gær – kona eins læknisins tók sig til og las upp hluta af fylgiseðli lyfseðils lyfs sem hún tekur inn og basically missti andlitið þegar hún las seðilinn fyrst. í ljós kom nefnilega að aukaverkanir lyfsins og einkenni eitrunar eru nákvæmlega eins 😛

datt í hug að setja þetta hérna inn og svo sjáum við hvort einhverjir átti sig á hvaða lyf þetta er…

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun
Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun.

4.8 Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir eru meltingaróþægindi og niðurgangur sem koma fyrir hjá 10-30% meðhöndlaðra sjúklinga
Algengar (>1%):
Almennar: Þreyta, höfuðverkur.
Meltingarfæri: Meltingartruflanir, niðurgangur, ógleði.
Húð: Útbrot.
Sjaldgæfar (0,1-1%):
Almennar: Ofnæmi (astmi), ofnæmisnefkvef, ofsakláði.
Meltingarfæri: Blæðing, sáramyndun.
Geðrænar: Svefntruflanir (andvaka), vægur kvíði.
Augu: Sjóntruflanir.
Eyru: Truflun á heyrn.
Mjög sjaldgæfar (<0,1%):
Almennar: Bjúgur.
Blóð: Hvítkornafæð, blóðflagnafæð.
Taugakerfi: Heilahimnubólga án sýkingar.
Meltingarfæri: Djúp sár í meltingarvegi.
Lifur: Áhrif á lifrarstarfsemi.
Geðræn: Þunglyndi.
Þvag- og kynfæri: Truflun á starfsemi nýrna.
Augu: Sjóndepra vegna eitrunar (Toxic amblyopi).

4.9 Ofskömmtun
Einkenni: Ógleði, kviðverkir, uppköst. Höfuðverkur, tinnitus, höfgi, meðvitundarleysi, krampar. Augntin (nystagmus), þokukennd sjón, hægur hjartsláttur, blóðþrýsingsfall. Efnaskiptablóðsýring, natríumdreyri, áhrif á nýrnastarfsemi, blóðmiga. Lækkun líkamshita. Andnauð (ARDS) í einstaka tilfellum.
Meðferð: Magatæming og viðarkol. Sýrubindandi lyf við kviðverkjum. Innrennslisvökvagjöf við blóðþrýstingsfalli, e.t.v. dópamíninnrennsli. Leiðrétta sýru- og basajafnvægi. Meðhöndlun einkenna eftir þörfum.

1 thought on “…”

  1. Solla frænka says:
    16/12/2008 at 23:53

    Til hamingju með þau gömlu verst hvað kallinn fór ílla í bakinu við að skapa það sem kom svo seinna

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme