Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

pirringsslepp!

Posted on 31/10/2008 by Dagný Ásta

dísúskræstús!

Ég er búin að fá að heyra öðruhverju að þar sem ég og vinkonurnar erum á leið út úr bænum um helgina og erum búnar að tala um að sneyða hjá því að tala um það sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag að þá sé ég að “stinga hausnum í sandinn”, að ég “neiti að face-a raunveruleikann” og eitthvað fleira skemmtilegt. Persónulega finnst mér staðan í dag vera ferlega niðurdrepandi og ýtir undir þunglyndiseinkenni hjá annsi mörgum einstaklingum. Þó svo að enginn í mínum nánasta hring hafi (enþá) misst vinnuna að þá finnur maður alveg fyrir þessu hjá fólki.

Það að fara út úr bænum, hvíla sig á bullinu sem er búið að demba yfir okkur held ég að geri okkur skvísunum bara gott. Hafa það kósí, borða góðan mat, spila, kjafta og hlusta á tónlist er einstaklega “theraputic” 🙂 Ég neita að hlusta á svona bull eins og ég er búin að fá yfir mig nýverið – er þetta ekki bara smá sálgæsla hjá okkur vinkonunum 😉

4 thoughts on “pirringsslepp!”

  1. Sigurborg says:
    31/10/2008 at 17:21

    Jii minn, ég held að allir hafi bara gott af því að hvíla sig aðeins á þessari umræðu, maður getur alveg orðið vitlaus af þessu ! Hafðu það æðislegt um helgina 😉

  2. Ásta Lóa says:
    02/11/2008 at 01:50

    Rosalega líst mér vel á þetta hjá ykkur vinkonunum. Bara taka lífinu með ró, færa sig úr skarkalanum og gera einhvað skemmtilegt.
    Ég skil þig svo vel að vera orðin leið á þessu endalausa tali um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Maður horfir á fólk lenda í ýmsu og finnur til með því enn það er hreinasta óþarfi að vera sínt og heilagt að jummast á þessu. Ég geng í lið með þér og sting þá höfðinu í sandin við hlið þér…. við erum greinilega báðar orðnar þreyttar á þessu niðurtlali fólks. En við vitum hins vegar eins og allir hinir hvað er að gerast. En við höfum þó vit a að kúpla okkur út úr þessu með því að vera í góðum félasskap þar sem maður er á frísvæði og það er bannað að tala um kreppu meðan partýið dunar.
    Góða skemmtun með vinkonunum 🙂 🙂

  3. Inga amma says:
    03/11/2008 at 13:18

    Iss og iss! Ég var að spá í það eftir síðasta saumklúbb að næst borgum við í púkk ef okkur verður á að minnast á kreppu, verðbréf, krónur eða evrur og þess háttar. Við fórum í marga hringi og alveg sama hvað umræðuefnið var, alltaf var rambað á kreppuna aftur!!!

  4. Dagný Ásta says:
    03/11/2008 at 13:30

    ég er bara rosalega stolt af okkur – við náðum að standa við þetta að mestu leiti 🙂
    vorum líka of uppteknar við að spila, prjóna, sauma út, föndra eða lesa
    svo var líka HÚSLESTUR ala Sirrý – verst að við kláruðum ekki bókina, fáum aldrei að vita hvort Sara með mikla rauða hárið hafi fundið hamingjuna með gæjanum í sveitinni eða á lögfræðistofunni *hmmm*

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme