Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

æskuslóðir í fjölmiðlum

Posted on 21/10/200822/10/2008 by Dagný Ásta

Ég tók eftir því þegar ég var að fletta fréttablaðinu í morgun að þar var smá klausa um Framnesveginn, eða réttara sagt þá tók ég fyrst eftir mynd af Litla Skipholti og las svo fréttina. Í fréttinni er verið að tala um einhvern göngustíg við baklóðir… hmm nú veit ég að það eru ekki neinir göngustígar þarna megin við Hringbrautina – að vísu er göngustígur bakvið nokkurhús alveg HINUMEGIN næst Vesturgötunni… en mér finnst “undir”fyrirsögnin einna best…

Göngustígar við Framnesveg fegraður

Í kvöld var ég svo að fylgjast með Innlit/Útlit með öðru auganu… allt í einu kom mynd af Edduhúsi (eða Vorboðinn eins og það heitir víst). Það var semsagt viðtal við konuna sem býr núna í húsinu og hún kom með dálítið fyndna fullyrðingu – ok mér finnst hún fyndin.

“.. hverfið hérna kallast Bráðræðisholt og þetta er svona samansafn af húsum sem hafa öll verið flutt hingað…”

– ok ekki alveg orðrétt hjá mér en basically það sem hún sagði sem stakk mig var þetta með að húsin hefðu öll verið flutt þangað… sem er bull og vitleysa. Af þeim 3 húsum milli Grandavegar og Lágholtsvegar sem snúa að Framnesveginum er hennar hús eitt þeirra og jafnframt það eina sem er aðflutt.  Ef maður hinsvegar tekur öll húsin sem eru á þessum “ferningi” þá eru þarna Melstaður, Steinabær, Stóra og Litla Skipholt sem eru búin að vera þarna í hátt í 100 ár, ég held alveg örugglega að Melstaður, Stóra og Litla Skipholt og Austurholt hafi verið byggð í kringum aldamótin. Hús foreldra minna stendur hinsvegar hinumegin við Framnesveginn og það var byggt 1904, tel það ekki með í ferningnum 😉 Það eru reyndar nokkur hús á þessum ferningi sem voru flutt þangað á sínum tíma en ekki öll eins og daman sagði. Ætli það sé ekki hægt að segja að um það bil helmingur hafi verið byggður þarna og helmingur fluttur á svæðið og endurbyggð eða gerð upp.

Samt gaman að gamla gatan mín sé í 2 fjölmiðlum sama daginn 🙂

2 thoughts on “æskuslóðir í fjölmiðlum”

  1. Setta frænka says:
    22/10/2008 at 10:26

    Vá ég hef aldrei pælt í því hvað ömmu og afa hús er gamalt. það er semsagt byggt sama ár og afi var fæddur er það ekki rétt munað hjá mér ? Húsið er plein, reisulegt og flott og því hefur alltaf verið vel viðhaldið þannig að það hefur sem betur fer aldrei farið í niðurnýðslu en óneitanlega hefur mér alltaf fundist það standa á röngum stað en það er annað mál. Þú ferð svo með foreldra þína í göngutúr og finnur göngustígana og bekkina þarna á Holtinu 🙂

  2. Dagný Ásta says:
    22/10/2008 at 10:42

    heyrðu jú ég var að tékka í Ísl.bók! afi var fæddur 040804 😉
    og amma 05!

    Samkvæmt pappírum sem eru til heima þá var húsið byggt 1904 og svo keyptu Símon og Sesselja (langafiogamma) húsið 1912.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme