Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

platarar

Posted on 20/10/2008 by Dagný Ásta

Við Leifur erum búin að vera að dunda okkur við að plata fólkið okkar síðan við komum heim.
Það var nefnilega tekin alveg afskaplega skemmtileg mynd af Leifi & Lögreglumanni í San Antonio sem er hægt að misskilja all svaðalega! Nei ég set hana ekki á netið þar sem þessi mynd gæti gert meiri skaða heldur en e-ð annað fyrir hann, ef þig langar að sjá hana koddu þá í heimsókn í H14 😉

Við höfum semsagt verið að segja fólki að Leifur hafi lent í smá vandræðum með lögregluna í Texas. Sem er jú ekki alveg svo fjarri sannleikanum þannig séð… Linda frænka reddaði Leifi ferð með lögregluþjóni eða svokallaða “ride along” (hey Ross fékk að fara í svoleiðis í Friends!).
Leifur átti að mæta á svona mini lögreglustöð í Norðurhluta San Antonio, borgin er það stór að það er betra að vera með svona “útibú” heldur en að senda alla út frá aðal lögreglustöðinni í miðbænum. Hann gat fengið að vera heila vakt (8klst) eða bara eins lengi og hann vildi. Það endaði með því að Leifur var heila vakt og var uppfullur af sögum þegar við Linda sóttum hann eftir vaktina. Hann tók þátt í 2 handtökum (sem þýddu 2 ferðir í fangelsið), nokkrum heimsóknum þar sem óskað var eftir lögreglunni og á ránsstað þar sem pizza búlla var rænd.

Annars þá er ég að dunda mér við að skrifa eitthvað af ferðasögunni inn, ætli hún verði nú ekki í þónokkrum hlutum. Ég bara mátti til með að skjóta þessu hérna inn þar sem við erum búin að gera grín í flestum þeim sem við ætluðum að gera…

Við höfum m.a. sagt að:
– Leifur hafi verið að áreita lögguna
– Leifur hafi verið tekinn fyrir DUI (keyra drukkinn)
– Leifur hafi verið að keyra of hratt

og eflaust e-ð meira 🙂

2 thoughts on “platarar”

  1. Sigurborg says:
    20/10/2008 at 10:49

    Þeir eru greinilega bara svona hrikalega góðir leikarar báðir tveir, fyrst að allir eru að kaupa þetta ! 🙂

  2. Setta frænka says:
    20/10/2008 at 11:00

    Velkomin heim og ég hlakka til að lesa ferðasöguna í máli og myndum. Þið Kim eruð greinilega ofvirk á myndavélagikkinn, það má ekki fara með ykkur út fyrir landsteinana þá er bara plaffað fleiri þúsund myndir 🙂
    Sæt mynd af Olla krútti 🙂
    Kveðja

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme