Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

“Maður finnur einhvern tilgang”

Posted on 08/09/200827/11/2008 by Dagný Ásta

Húsasmíðameistarinn Magnús vandar til verka.
Húsasmíðameistarinn Magnús vandar til verka.

Magnús Steingrímsson húsasmíðameistari las um stofnfund Ljóssins í blöðunum og fór í göngutúr með Jóhönnu Oliversdóttur, eiginkonu sinni, í Neskirkju. „Það var svo vel tekið á móti manni að maður hefur ekkert farið síðan,“ segir hann hressilega.
Lítið talað um krabbamein „Ég hafði áður greinst með krabba í blöðruhálsi, og er laus við það, en glími við einhver eftirköst af geislum.“ Og hann segist ætla að mæta áfram í Ljósið. „Ég er orðinn öryrki, og hvort eð er að fara á eftirlaun. Mér finnst gott að koma hingað, hér kynnist maður mörgum, og það er lítið talað um krabbamein. Fólkið er ákaflega þægilegt sem bæði vinnur hérna og kemur hingað.“
Magnús er þúsundþjalasmiður hússins og leggur grunninn að handverkinu á smíðaverkstæðinu í kjallaranum. „Maður finnur einhvern tilgang í þessu,“ segir hann. „Ég er á kafi í Lions og finnst þetta fara ansi vel saman. Þetta er allra hagur, ég mæti til að aðstoða aðra og þeir aðstoða mig bara með því að umgangast mig. Og maður reynir að gera gagn eins og hægt er.“

Ýtir stundum við mér
Stundirnar líða að mestu á trésmíðaverkstæðinu niðri, þar sem Magnús sagar út eða fæst við tiffanyglerskurð. „Ég hef ekkert lært í því, en er sjálfmenntaður. Og ég hef gaman af þessum glerskurði. Annars er þetta mest útsögun álfa og á hinu og þessu, sem þær setja saman og mála. Það má dunda sér í við þetta. En konurnar fara ekki í vélarnar, ekki nema örfáar.“
Jóhanna eiginkona Magnúsar fer sjaldnast með honum í Ljósið. „En hún hefur unnið fyrir okkur, gefið Ljósinu hitt og þetta, svo sem heklað dót. En hún ýtir mér stundum hingað inn eftir,“ segir hann og skellihlær. „Þá er hún alveg búin að fá nóg af mér!“

Birtist í morgunblaðinu 7. september 2008.

Ég er bara stolt af pabba gamla 🙂

7 thoughts on ““Maður finnur einhvern tilgang””

  1. Solla frænka says:
    08/09/2008 at 19:33

    Þú mátt sko bara vera það, hann er sko bara frábær hann Maggi meiriháttar.
    Og ekki er frúin síðri þannig að þú hlýtur að vera fullkomið eintak. Góða ferð

  2. Dagný Ásta says:
    08/09/2008 at 23:21

    það er aldeilis hrós Solla mín 🙂 Takk fyrir það 🙂

    já og takk fyrir ferðakveðjurnar, þetta verður svaka ferðalag 🙂

  3. Guðbjörg says:
    09/09/2008 at 09:18

    Flott viðtal við hann pabba þinn.

  4. Inga Lára says:
    09/09/2008 at 15:48

    Ég sá þetta einmitt á sunnudagskvöldið þegar ég var að fara sofa. Þú mátt sko sannarlega vera stollt af honum;)

  5. Ásta Lóa says:
    11/09/2008 at 22:56

    Þetta var fínt viðtal við móðurbróður minn 🙂
    annars góða ferð út og skilaðu kveðju á línuna frá frænku beibunum á Íslandi 🙂

  6. Kolbrún Inga says:
    14/09/2008 at 18:00

    En gaman að lesa þetta 🙂 Alltaf gaman að heyra persónulegar sögur af starfsemi sem maður hefur heyrt af, en veit í raun ekki hvað fer fram innan þeirra.

  7. Sigurborg says:
    19/09/2008 at 10:05

    Ohh Dagný, ég er svo vön að fara inn á síðuna þína að ég er búin að fara inn á hana á hverjum degi eftir að þið fóruð út, þó að ég viti alveg að það komi ekkert nýtt 😛

Comments are closed.

June 2025
M T W T F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme