Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

fleiri sögur…

Posted on 25/08/2008 by Dagný Ásta

jeij Oliver er að komast á svo skemmtilegan aldur núna að hægt er að segja skemmtilegar sögur af honum og vera virkilega “pein” mamma sem er sí og æ að segja sögur af barninu sínu 😉

– Við keyptum um dagin grímur í IKEA handa honum. Hann er svo gasalega “fínn” með þessar grímur að hann fær ekki nóg af því að koma með einhverja þeirra til okkar og fá okkur til þess að hjálpa sér að setja þær á sig og dregur okkur svo að speglinum til þess að hann geti séð hvað hann er “fínn” í dulargerfi, kisu/hunds/músar.

– eftir leikinn á sunnudaginn ákvað ég að skríða aftur upp í rúm í smá stund… Oliver röltir inn í svefnherbergi, réttir mér snuð (eh ok treður því upp í mig), brosir og fer svo aftur fram til pabba síns að leika.

7 thoughts on “fleiri sögur…”

  1. Sigurborg says:
    25/08/2008 at 17:34

    Meira *klapp x3* meira *klapp x3* meira…hverjum helduru að finnist ekki gaman að heyra skemmtilegar sögur af Olla litla dúllu :o)

  2. Ása LBG says:
    25/08/2008 at 18:28

    hehe, en svona fer þegar stríðnispúkar eignast börn 😉

  3. Solla Ljós says:
    25/08/2008 at 20:25

    Góður drengur þetta.
    Hefur séð að mömmunni veitti ekki af smá lúr eftir leikinn.

  4. Dagný Ásta says:
    26/08/2008 at 09:43

    heheh

    Sigurborg mín ég efast ekki um að þér þyki gaman að fá sögur af guðsyninum 😉 ég mun pottþétt setja fleiri hérna inn með tímanum 🙂

    Ása: skiliggi hvað þú meinar *englabros*

    Solla: pottþétt 🙂

  5. Ásta Lóa says:
    26/08/2008 at 22:03

    He he he algjör dúlla… þú veist að snuddan er það besta sem hann getur gefið frá sér í augnablikinu, svo það er ekki leiðinlegt þegar mamma má hafa það sem manni þykir ofurvænt um svo hún geti látið fara vel um sig meðan hún lúllar
    Þetta er meira krúttiið… hlakka til að heyra fleiri sögur af litla frænda 🙂

  6. Alda says:
    28/08/2008 at 23:52

    Hæ! Gaman að þessu! Og drengurinn algjört æði … ég skil vel þetta með sögurnar, ég held að flestallar mömmur geri þetta þó þær hafi alls ekki ætlað sér það fyrir fæðingu! 🙂

  7. Dagný Ásta says:
    28/08/2008 at 23:59

    takk takk Ásta Lóa og Alda.
    Veit fyrir víst að þær eiga eftir að detta inn hérna sögurnar í framtíðinni – er það ekki hlutverk okkar líka? að monta okkur af krílunum 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme