Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

argetígarg!

Posted on 08/07/2008 by Dagný Ásta

mikið svakalega fer það inn í mínar allra allra fínustu taugar þegar fólk smjattar á tyggjói! það er vel hægt að vera með tyggjó án þess að smjatta, fæ alveg grænar bólur á rassgatið þegar fólk gerir þetta á meðan maður er að tala við það í síma…

persónulega finnst mér þetta dónaskapur en hey fólk er víst ekki með jafn há þrep í dónaskapsmatinu…

6 thoughts on “argetígarg!”

  1. Linda says:
    08/07/2008 at 12:16

    Já alveg sammála þér !

    Fer líka rosalega í taugarnar á mér þegar fólk er að blása kúlur sí og æ með tilheyrandi smellum og þegar það er að taka það út úr sér og snúa um puttana á sér…. og svo bara skil ég ekki að fólk skuli skyrpa þessu út úr sér hvar sem því dettur í hug eða treður því undir borð og stóla *hrollur*

  2. Hulda says:
    10/07/2008 at 12:27

    Segðu!! Ég fæ alveg grænar þegar fólk snýtir sér í fjölmenni.. finnst það bara vibbi og eiga heima í prívate!

  3. Ásta Lóa says:
    12/07/2008 at 01:09

    Já ég er sammála þér að þetta tyggjó er hreinn vibbi að ég tali nú ekki um þegar maður finnur þetta undir stólum eða borðum argggg. Annars veit ég um einn sem geymir tyggjóið á bak við hægra eyrað á sér. Mér finnst það svoooo viðbjóðslegt, en hann vil frekar geyma það þar enn að labba með það fram og henda því. Svo ef hann situr framarlega í kirkjunni þá eru margir að spá í hvað sé á bakvið eyra hans, og ósjaldan fær hann ákúru fyrir þetta. Enn sumir eru bilaðir eins og hann og geta ekki hætt þessu, eða fá útras fyrir athygli a þessu sviði.

  4. Dagný Ásta says:
    13/07/2008 at 13:26

    Linda & Ásta Lóa, já það er ógeð þegar fólk gerir þetta! hreint út sagt viðbjóðslegur óþverri! og Ásta Lóa, er maðurinn ekki að grínast?? well hann setur það amk ekki undir stól eða borð á meðan *dæs*

    Hulda, *híhí* ég get nú fyrirgefið það ef fólk er drullukvefað og vel stíflað 😉

  5. Sirrý says:
    15/07/2008 at 18:14

    Jahá…………sit hér og roðna bara þar sem ég bæði snýti mér og tygg tyggjó………..

  6. Dagný Ásta says:
    15/07/2008 at 18:35

    Sirrý mín, verð að viðurkenna að ég hef hreinlega aldrei heyrt þig smjatta á tyggjói….

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme