Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Sumarbústaður í Aðaldal

Posted on 30/06/2008 by myndir



Öxnadalsheiði þann 29.júní ’08

Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta

Við fórum um helgina ásamt tengdó í sumarbústað norður í Aðaldal. Keyrðum úr sólinni beint í rigninguna!

Áttum notalega helgi í bústaðnum með smá skrepperíum til Húsavíkur og Ásbyrgi.

Við fengum reyndar góðar skúrir í þau skipti sem við fórum út *hehe* enda var sá tími einfaldlega nýttur í að kenna sumum litlum stubbum þá listgrein að sulla í pollum! Eftir að sú listgrein var masteruð þá var auðvitað ekki hægt að labba framhjá polli, alveg sama hversu lítill hann var án þess að stíga í hann og reyna að búa til smá gusur

En eins og ég sagði þá var þetta afskaplega notalegt og þægilegt að komast út úr borginni. Hefði ekkert haft á móti því að vera þarna alla vikuna.

Við tókum auðvitað slatta af myndum en þessi sem fylgir hérna með póstinum er tekin á símann minn á miðri Öxnadalsheiðinni á leiðinni til Rvíkur.
Ég bara spyr… er ekki örugglega júlí hérna handan við hornið???

1 thought on “Sumarbústaður í Aðaldal”

  1. Setta says:
    06/07/2008 at 15:01

    Við Simmi lentum í snjókomu á tjaldstæðinu á Akureyri 10.júlí, fyrir mörgum árum og eftir það dettur mér ekki til hugar að trúa á góða veðrið á Akureyri.
    Snjórinn má alveg vera þarna fyrir norðan allan ársins hring mín vegna ef það er ekki að bögga mig með honum í bænum, hvorki sumar né vetur. Ég get þá farið norður ef mig lagar að sjá snjó.

Comments are closed.

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme