Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Ég veit ekki… frh

Posted on 29/02/2008 by Dagný Ásta

Ég hef ekki enn fengið nein viðbrögð við þessum tölvupósti sem ég sendi ritstjórum blaðsins fyrir viku síðan, þannig að ég sendi þeim ítrekun áðan – spurningin er svo hvað næst?

22.02.2008:

Alveg hvað ég á að gera…
Var að skoða eitt af blöðum dagsins og tók þar eftir því að þar var birt mynd sem ég tók fyrir þónokkru síðan og birti á annarri af opnu síðunum sem eru hérna á kjánaprik.is, aðeins búið að klippa hana til en ég sé það mjög greinilega að þetta er myndin mín…
Hver er minn réttur? Á ég að þurfa að fara að merkja allar myndir sem ég set inn á bloggsvæðin mín (í crappy gæðum – hah já ég birti nákvæmlega ekkert hérna í almennilegum gæðum). Mér finnst það eiginlega ekki réttlátt samt, kostar auka vinnu að fara að merkja allar myndirnar en ef þetta á að fara að gerast oftar að þá verð ég víst að gera það.
Þetta er nefnilega ekki í fyrsta skiptið sem ég lendi í þessu… síðast var þetta mynd sem var tekin af myndasíðunni minni (sem er biluð þessa dagana) og birt í blaði tengdu Gay-pride. Ég var nú ekki par-sátt með það heldur en á hinn bóginn þá var það blað ekki til sölu og fyrir mitt leiti hefði þá verið alveg nóg að þeir hefðu samband við mig til þess að fá heimild til þess að nota myndina – sem ég hefði veitt góðfúslega þar sem þessi mynd var eiginlega bara fyndin og sýndi svolítið vel stemninguna eftir að skrúðgöngunni og skemmtiatriðunum niðrí bæ lauk. Það eitt að leita eftir leyfi til myndbirtingar á einkamyndum í prentmiðli er bara lágmarks kurteisi.

7 thoughts on “Ég veit ekki… frh”

  1. Maggi Magg says:
    29/02/2008 at 15:44

    Vantar þig lögfræðing? Hafðu samband við elsu hjá elsakaren[hjá]elsakaren.com 😉

  2. Dagný Ásta says:
    29/02/2008 at 16:02

    heh, aldrei að vita nema maður spjalli við hana – mér finnst þetta bara dálítið skítt.
    Annars þá eru kapparnir inni á ljósmyndakeppni.is að tala um að þeir hafi hreinlega sent reikninga fyrir svona myndbirtingum til blaðanna og þeir verið greiddir punktur og basta! En mér þykir nu algert lágmark að svara tölvupóstum sem eru sendir á þessa kalla!

  3. Sonja says:
    29/02/2008 at 20:35

    Hvað þýðir annars ‘Alveg hvað ég á að gera’?

  4. Ásta Lóa says:
    01/03/2008 at 02:02

    Mér finnst það bara ekki spurning. Þú bara setur upp reikning fyrir þessu og lætur þá borgar fyrir þetta. Það er lámarks kurteisi að spurja hvort þeir megi fá myndina og hvað þá að birta hana. Svo finnst mér nú í lagi líka að þeir sendi þér e-mail og svari fyrirspurn þinni. Láttu vaða og sendu þeim reikning.

  5. Dagný Ásta says:
    01/03/2008 at 12:32

    Sonja, þetta er copy paste af fyrri færslunni og tengist fyrirsögninni ss fyrirsögnin er “Ég veit ekki…” og svo “alveg hvað ég á að gera” vantar punktana og asnalega word forritið sem ég skrifaði þetta upphaflega í setti greinilega stórt A í byrjun 😛

    Ásta Lóa, aldrei að vita hvað maður gerir. Annars er þetta eiginlega bara prinsipmál, mér finnst það ekki rétt að seld blöð/tímarit noti myndir fundnar á netinu ÁN samþykkis eigenda myndanna – sama gildir reyndar um myndir á fréttamiðlum – annars er þetta á frekar gráu svæði. Það sem er algert lágmark er að setja með nafn höfund myndarinnar. Það eru þónokkrar umræður um þetta inni á spjallsvæði Ljósmyndakeppni.is

  6. Hafrún Ásta says:
    04/03/2008 at 16:13

    ertu ekki að grínast. En ég held ég viti hvaða blað þetta er allavega hefur ónefnt (tveggja stafa nafn) blað átt það til að ræna myndum á barnaland ef þeim eru ekki veitt viðtöl þeir búa þau þá til og ræna myndum. og reyndar gerir skopstælingin af se og hort þetta líka.

  7. Dagný Ásta says:
    04/03/2008 at 17:26

    nei mí not kíddíng, en já *hóst* þú hefur rétt fyrir þér í nafnagiskuninni á þessu yndislega blaði.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme