Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Lífið er svo skrítið…

Posted on 09/11/200709/11/2007 by Dagný Ásta

Ég, mamma og Oliver skelltum okkur í heimsókn í gær til gamals fjölskylduvinar.
Ég er búin að ætla mér að fara í heimsókn til hennar í langan tíma… skömm hvað maður á það til að draga svona hluti á langinn. Við höfum allavegana enga afsökun fyrir þessu drolli… En drifum okkur loksins í gær og ég er svo ánægð að hafa farið. Mér þykir bara leiðinlegast að hafa ekki farið fyrr, og þá aftur í gær. Það var skrítið að sjá hversu máttfarin hún er orðin. Mér fannst svo leiðinlegt að hún gæti ekki tekið Oliver, en hún lét sér nægja að spjalla við hann þótt ég vissi að hana klæjaði í fingurna að taka hann upp.
Þessi kona er þvílíkur drifkraftur í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ef maður vissi ekki betur myndi maður halda að það væri verið að ljúga því að manni að í lok mánaðarins ætlaði hún að opna blómabúðina “Súkkulaði & Rósir” (verður á Hverfisgötunni), eftir lýsingarnar sem við fengum í gær hjá henni þá hlakka ég virkilega til að kíkja í þá búð!! Hún ætlar að selja “heimsins besta” súkkulaði, vera með bók mánaðarins til sölu, málverk mánaðarins og svo talaði hún um að hún ætlaði að leggja aðal áherslu á að vera með rósir og að blómunum yrði öllum pakkað eins inn, í túrkísbláan silkipappír. Hlakka ekkert smá til að kíkja í “Súkkulaði og Rósir” – það er svo gaman að hlusta á fólk lýsa draumunum sínum, sérstaklega þegar þeir eru að verða að veruleika.

Mér þykir það svo frábært að þessi veikindi sem hún er að berjast við hafa greinilega ekki náð að berja niður þennan vilja og þetta afl sem í henni býr til þess að framkvæma og gera það sem hana langar til – þótt þau hafi dregið af henni alltof mikinn líkamlegan mátt.

Það er svo skrítið hvernig spilunum er deilt út oft á tíðum, sumt er alveg ferlega ósanngjarnt.

Ég verð að kíkja aftur fljótlega með Oliver, næsta skref er að standa við þetta 😉

5 thoughts on “Lífið er svo skrítið…”

  1. Hafrún Ásta says:
    09/11/2007 at 14:46

    Já það er ótrúlegur styrkurinn sem fólk finnur á svona tímum. Gott að þið komust þó til hennar í gær.

  2. Gunnhildur Ásta says:
    10/11/2007 at 16:37

    Já, hún er alveg ótrúleg manneskja. Þvílíkur dugnaður og kraftur!

    Mamma sagði mér að hún hafi hitt ykkur mæðgurnar þar með Oliver og að Oliver hafi verið svo sætur og skemmtilegur, alltaf brosandi og hlæjandi 🙂

  3. Dagný Ásta says:
    10/11/2007 at 16:46

    Hafrún Ásta: satt er það 🙂

    Gunnhildur Ásta: já mamma þín var alveg í essinu sínu *haha* verður gaman að sjá hana í vor 🙂

    fyndið eintómar Ástur að kommenta 😉

  4. Sonja says:
    14/11/2007 at 21:07

    Dugnadur hj’a gomlu konunni ad standa i fyrirtaekjarekstri thratt fyrir veikindi 😉

  5. Dagný Ásta says:
    14/11/2007 at 21:27

    híhí hún er reyndar ekkert gömul, rétt að verða 50 ára 😉
    samt er hún gamall fjölskylduvinur 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme