Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Austurstræti, ys og læti…..

Posted on 08/11/2007 by Dagný Ásta

Heyrðu manni… það er búið að breyta öllu hérna.. Hvar er Útvegsbankinn? og Búnaðarbankinn?
og HVAR ER PRAVDA?

Við skelltum okkur á Ladda showið í gærkvöldi 🙂 mikið hlegið og oftar en ekki glott yfir skemmtilegum karakterum sem maður er búin að alast upp við 🙂 skemmtilegt að hann hefur líka breytt örlítið bröndurunum svona í takt við það sem hefur gerst, sbr Pravda brandarinn þarna 🙂

Laddi má eiga það að hann tók svolítið góðan punkt á sjálfan sig þar sem hann gerði létt grín að því hversu “ógeðslega frægur” hann er.

Annars þá er alltof langt síðan við tvö höfum farið í leikhús, fórum síðast að ég held áður en við fluttum til Danmerkur og þá var það “framhald” Saumastofunnar. Reyndar fór ég ásamt mömmu & pabba, systkinum mömmu og Björgu frænku & Didda frænda að sjá ÁST fyrr í haust. Það var ágætis skemmtun líka en ég hló meira í gær 😉 samt var ferlega gaman að fara til þess að sjá suma einstaklinga halda kj. í meira en klst 😉 *múhahaH*

Mig langar að gera meira af þessu – verst bara að það er ekki alveg það ódýrasta að fara í leikhús og sömuleiðis ekkert endilega verið að sýna leikrit sem maður hefur einhvern svakalegan áhuga á að sjá. Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka endalaust til þegar Oliver verður aðeins eldri (~3ára) að fara með hann í leikhús og sjá vonandi eitthvað af þessum klassísku eins og Dýrin í Hálsaskógi, Línu langsokk, Kardímommubæjinn eða well ég myndi fara með hann núna á Skilaboðaskjóðuna ef hann væri ekki svona lítill 😉 Oliver fær sko að fara og sjá barnasýningarnar 😀 Leifur ræður því algerlega hvort hann kemur með eða ekki 😉

3 thoughts on “Austurstræti, ys og læti…..”

  1. Hafrún Ásta says:
    09/11/2007 at 09:32

    Já það er fjör í leikhúsi. Mig langar svo á Ladda en treysti mér ekki til að sitja svona lengi núna… Vonandi verður hann enn eftir áramót…

  2. Sigurborg says:
    09/11/2007 at 12:54

    Úúúú…pant koma með 😀

  3. Dagný Ásta says:
    09/11/2007 at 13:07

    Hafrún Ásta; með þessu áframhaldi geri ég ráð fyrir því, held að það sé uppselt á allar sýningarnar sem eru auglýstar.

    Sigurborg: ekki málið! tökum Hrafn Inga & Evu líka 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme