Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

grannaspjall

Posted on 08/10/2007 by Dagný Ásta

það er alveg ótrúlegt hverju maður kemst að með því að spjalla örlítið við nágrannana 🙂

Ég fékk að vita það á húsfundinum um daginn að íbúðin fyrir neðan okkur stæði auð, einhver (ég skrifa einhver hérna þótt ég viti nafnið á kauða) forríkur kauði á þessa íbúð og spurningin er eiginlega ætli hann viti af því að hann eigi hana? hehe reyndar veit hann það jú – staðfestingin fékkst þegar ég var að spjalla við einn nágrannann í dag. Hún sagði mér eftir pari sem leigir hérna í stigaganginum að þau höfðu haft samband við þennann mann með það í huga að gera tilboð í íbúðina… þau fengu þau svör að íbúðin væri ekki föl þar sem hann væri að spá í að halda í hana afþví að hún væri svo vel staðsett. Aðal ástæðan var samt sú að þessi íbúð myndi hennta dóttur hans svo vel þegar að því kæmi að hún færi í menntó og frekara framhaldsnám.. væri voðalega henntugt að hún gæti verið alveg út af fyrir sig… *hömm* ok 🙂 nema að þessi dóttir er víst enn á leikskólaaldri…

6 thoughts on “grannaspjall”

  1. iðunn says:
    09/10/2007 at 00:29

    jájá það er aldeilis.. eruð þið ekkert farin að leita að íbúð fyrir oliver? 😉

  2. Sigurborg says:
    09/10/2007 at 13:17

    Hahaha…steikt ! 🙂

  3. Ása LBG says:
    09/10/2007 at 14:42

    hahahaha – góður.

  4. Dagný Ásta says:
    09/10/2007 at 16:29

    Iðunn: neee veistu pælingin í augnablikinu er að selja þessa íbúð ekkert þannig að Oliver geti verið hérna (svo miðsvæðis) þegar hann fer í menntó *hahahaha* svo kæmi sér líka einstaklega vel að þau gætu verið með stærra húsnæði sameiginlega fyrir partýhald, svo framarlega sem þeim kæmi saman – það er ekki svo mikill aldursmunur á milli þeirra 😉

    Sigurborg & Ása: you think?

  5. Hafrún Ásta says:
    10/10/2007 at 19:57

    hehe ertu ekki að grínast???

  6. Inga Steinunn says:
    12/10/2007 at 23:44

    Í mínum stigagangi standa tvær íbúðir nánast tómar. Eigendurnir búa í útlöndum og nota íbúðirnar svona 1 mánuð á ári .. fínasti sumarbústaður í vesturbænum!

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme