Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

ekki mikið frí ;)

Posted on 03/09/200703/09/2007 by Dagný Ásta

Leifur var í vaktarfríi núna um helgina, ekki er alveg hægt að segja að þetta hafi nú verið mikið frí hjá honum…

Við kláruðum að lakka eldhúsinnréttinguna og nokkurnvegin klára að mála þá veggi sem átti eftir að mála. Núna er bara smotterí eftir í eldhúsinu og svo að laga í loftinu og svo auðvitað herbergið hans Olivers frá a til ö, enda er það nýtt sem þurrkherbergi fyrir hurðirnar úr eldhúsinu 😉 betra að gefa lakkinu góðan tíma til þess að “harðna” almennilega á hurðunum áður en þær verða settar aftur upp.

Við ætluðum að nota gærdaginn til þess að klára að mála það litla sem eftir var en það snarbreyttist stuttu eftir að við mættum í H14.  Við fengum símtal frá Jökli og Ingu Láru sem voru að tékka hvort við værum í íbúðinni þar sem þeim langaði að sjá hvernig miðaði áfram… Á meðan þau voru hjá okkur ákváðum við að “útskrifa” stofuna okkar sem tilbúna og tókum af henni pappann af gólfinu og límbandið af listunum og svo frv með þeirra hjálp. Rétt áður en við fórum út úr dyrunum kíktu svo Víkingur & Arnbjörg (og litla frændsystkinið) á herlegheitin 🙂
Við fengum lánaðan bíl hjá vini hans pabba og fluttum sófasettið og Holte-rúmdýnuna í H14 ásamt slatta af kössum úr skúrnum – foreldrar mínir fara alveg að fá skúrinn sinn til baka 😉 Leifur fór líka inn í Álfheimana og sótti þar hillusamstæðu sem Leifur afi hans hafði smíðað fyrir dáldið mörgum árum síðan og við ætlum að sjá hvernig koma út í stofunni hjá okkur. Semsagt við eigum næstum því tilbúna stofu! já og næstum því tilbúið eldhús og svefnherbergi! eigum reyndar tilbúið WC og tilbúna “skrifstofu” 😉 þannig að þetta er allt að smella saman 🙂 og við flytjum formlega í næsta vaktarhléi Leifs.

Hann á að koma í bæjinn 12 sept og á afmælisdag Stellu frænku & Evu Mjallar þann 13 sept fáum við afsalið af íbúðinni 🙂 þannig að segja má að við flytjum ekki inn fyrr en íbúðin er formlega orðin okkar *hahah*

Jæja ég er að spá í að smella mér í H14 og mála eitthvað af þessu smotteríi sem á eftir að mála 😀 þannig að fljótlega geti ég farið að skemmta mér við að taka upp úr Danmerkurkössunum og sjá hvað ég/við eigum af eldhúsdóti 🙂 ég hreinlega man ekkert hvað er í þessum kössum annað en “eitthvað eldhúsdót”.

Það hafa einhverjir verið að spurja hvað við myndum vilja í innfluttningsgjöf… well þar sem við vitum ekki almennilega hvað er í kössunum er ferlega erfitt að segja til um það hvort okkur vanti eitthvað… annars er ýmislegt búið að vera að týnast á listann sem er hérna á síðunni af svona heimilisdóti sem ég veit að við eigum pottþétt ekki til 🙂 get betur svarað þessu þegar þessir kassar eru orðnir tómir á ný 😉

4 thoughts on “ekki mikið frí ;)”

  1. Gunnhildur Ásta says:
    04/09/2007 at 07:50

    Hehe, ég á líka afmæli 13. sept 😉

  2. Dagný Ásta says:
    04/09/2007 at 11:56

    ég vissi að ég var að gleyma einhverjum!!!

  3. Elísabet says:
    05/09/2007 at 13:29

    Til hamingju með íbúðina, ekkert smá gaman að koma sér fyrir og hvað þá eftir allan undirbúninginn :o)

  4. Arnbjörg says:
    11/09/2007 at 14:23

    Takk fyrir síðast! Gaman að koma og kíkja á nýju íbúðina ykkar. Okkur ÖLLUM leist vel á hana.. híhíh.. 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme