Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

með hvítar frekknur

Posted on 22/08/200722/08/2007 by Dagný Ásta

framkvæmdirnar í Hvassaleitinu ganga hægt þessa dagana, aðalega vegna þess að Leifur er farinn á fjöll og ég með samviskubit yfir því hversu mikið ég var frá syninum í síðustu viku. Það þýðir samt ekki að framkvæmdirnar séu í algerum dvala 😉 meira svona hægvirkari en í síðustu viku. Ég fór t.d. í dag og kláraði að mála loftið í eldhúsinu/forstofunni/holinu sbr fyrirsögn færslunnar 😉 málaði líka fataskápana alla að innan. Pabbi ætlar svo að kíkja uppí íbúð á morgun og fræsa úr fölsunum á skápahurðunum fyrir mig svo að ég geti málað skápahurðarnar og þá er svefnherbergið tilbúið *jeij* einn veggur í stofunni sem á eftir að mála, það er nú varla að það teljist heill veggur þar sem stofuglugginn er þar og hann er nú ekki sá minnsti, svo þarf bara að leggjast í eldhúsið og lakkvinnuna þar *óboj* þetta mjakast sumsé allt áfram, hægt og rólega. Það er í rauninni öll undirbúningsvinna búin eða svona að mestu leiti… bara framkvæmdagleðin sem er ekki alveg í essinu sínu þessa dagana.

Hér má finna eitthvað af myndum af framkvæmdunum 🙂

Annars þá vorum við Ása vinkona að fara yfir það um daginn hversu viðburðaríkt undanfarið ár hefur verið hjá okkur æskuvinkonunum (ég, Eva Hlín, Ása, Sirrý & Lilja) – þá töluðum við í rauninni bara um frá ca 15 ág 2006 til 14 ág 2007.

  • Ása flytur frá dk
  • ég kemst að því að Oliver er væntanlegur
  • Lilja & Ómar gifta sig
  • Lilja kemst að því að Sóley Svana er væntanleg
  • Veikindi innan hópsins eru opinberuð
  • Við Leifur kaupum bíl
  • Eva Hlín kaupir íbúð
  • Eva Hlín flytur inn
  • Ása flytur á stúdentagarðana
  • Oliver mætir á svæðið
  • Sirrý kaupir íbúð
  • Sóley Svana mætir á svæðið
  • Við Leifur kaupum íbúð
  • Lilja og Ómar kaupa bíl
  • Sirrý fær afh. íbúð
  • Við Leifur fáum okkar íbúð afh.

ágætis afrek hjá okkur – mér finnst m.a.s. ég vera að gleyma einhverju… sleppi auðvitað öllum afmælum enda eru þau “árlegur viðburður” 😉  gaman að rifja svona upp.

2 thoughts on “með hvítar frekknur”

  1. Eva says:
    23/08/2007 at 00:31

    Já þetta hefur verið ekkert smá viðburðarríkt ár hjá okkur 😀
    Gaman að sjá þetta listað svona niður…

  2. Erla Björk says:
    26/08/2007 at 13:33

    Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur. Vonandi getið þið flutt inn sem fyrst. Það er alltaf svo gott þegar allar svona framkvæmdir eru búnar.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme