Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

nóg að gera

Posted on 19/08/200719/08/2007 by Dagný Ásta

úff, við skötuhjúin erum búin að vera að vinna í íbúðinni alla vikuna og það er varla hægt að segja að þetta vaktarfrí Leifs hafi verið frí 😉
Það er heilmikið búið en jafnframt heilmikið eftir… erum samt búin að fá góða hjálp frá pabba, tengdó og Gunnari bróður Leifs (aka loftamálarameistarinn) tala nú ekki um mömmu & Sigurborgu að passa Oliver. Er samt búin að vera með mikið samviskubit yfir því hversu mikið ég er búin að vera frá honum… skrítið samt.

Við erum búin að taka allar hurðir af eldhúsinnréttingunni og pússa hana alla upp og auðvitað pússa hurðirnar líka – næsta skref er svo bara að þrífa og grunna svo hægt sé að lakka innréttinguna upp á nýtt og þá er maður hérumbil komin með nýtt eldhús 😀 þetta er rosaleg vinna en ég held að við verðum alveg í skýjunum þegar þessu lýkur. Við erum eiginlega búin með herbergin og stofuna, fyrir utan Olivers herbergi, þar sem það er minnsta herbergið ákváðum við að það væri auðveldast að eiga minnsta herbergið eftir þannig að það er núna notað sem draslherbergi *haha*

Annars þá er Leifur farinn aftur upp á Kárahnjúka eftir tæplega vikufrí þannig að ég held að það eigi eftir að vera mun hægfarari framkvæmdir á næstunni… og við þ.a.l. ekki flytja inn fyrr en í september! en góðir hlutir gerast hægt þó svo að flest sem við gerum gerist hægt 🙂 eins og t.d. þessi íbúðarkaup – ákváðum að fara að skoða íbúð á fimmtudegi, sáum aðra á netinu þá um kvöldið, skoðuðum hana næsta dag – buðum í hana, gagntilboð sem við tókum 30 mín síðar og lyklar að herlegheitunum 2 vikum síðar… á meðan við þekkjum til amk 2 annarra aðila sem voru búin að skoða og skoða í lengri tíma og svo þegar þau fundu loksins eignina sem þeim langaði í að þá var allavegana 2 mánaða bið í afhendingu… ég veit að allavegana í öðru tilfellinu var viðkomandi EKKI par sáttur þegar Leifur sagði honum frá gangi mála *haha* þetta er svipað og þegar við keyptum bílinn… það gekk lika svona hratt fyrir sig.

Aníhú, ég er farin að vera með syninum 😉
set inn framkvæmda myndir við tækifæri 🙂

3 thoughts on “nóg að gera”

  1. Hafrún Ásta says:
    19/08/2007 at 20:17

    Þið verðið flutt inn áður en þið vitið af. Hlakka til að koma í fyrsta hittinginn. Væri nú gaman ef þú kæmist á fimmtudaginn væri gaman að fá að hitta þig …

  2. Ásdís says:
    20/08/2007 at 22:01

    Til hamingju með íbúðina!! Þið eruð ekkert smá dugleg að byrja bara að taka hana í gegn strax 🙂 Vonandi gengur vel að flytja einhvern tíman á næstunni!

  3. Ásta Lóa says:
    21/08/2007 at 22:18

    Mér þykir nú bara góður hraði á þessu hjá þér dama…. ég verð greynilega að fara gera mér ferð í hverfinu og “detta ” inn….. he he enn þið verðið flutt fyrr enn varir
    enda gott lið í liði með ykkur 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme