Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

3 dagar

Posted on 22/04/200722/04/2007 by Dagný Ásta

Jæja þá eru ekki nema 3 dagar í dagsetninguna sem sónarinn gaf 😉
og hvað haldið þið? nip það er ekkert að gerast 🙂

Annars þá er maður bara í rólegheitunum hérna, er búin að vera að dunda mér við að sauma út og ætla að búa til lítinn tening handa krílinu. Svo fann ég á EMS síðunni alveg ferlega sniðuga hugmynd, en hún er lítil bók með útsaumuðum myndum, hægt er að velja um 3 teg hjá þeim, dýragarðsdýr, “venjuleg” dýr og svo leikföng, ég náði mér í munstrin af “venjulegu” dýrunum enda voru þau líka bara of sæt 🙂 spurning hvort ég eigi eftir að ná í leikfangamunstrin líka, alveg hugmynd amk.

Útkoman á semsagt að vera bók þegar maður er búinn að sauma allar myndirnar og sauma “blaðsíðurnar” saman, frekar sniðugt og nýtilegt. Mér finnst einhvernvegin miklu skemmtilegra að sauma myndir sem verða að einhverju svona nýtilegu heldur en stærri myndir sem fara upp á vegg – enda sé ég ekki heimilið mitt í framtíðinni með útsaumuðum myndum upp um alla veggi né í hrúgu af púðum hingað og þangað um íbúðina. En það eru svona ákveðin tímabil sem ég er til í að hafa myndir á veggjum, púða og þessháttar sem ég hef saumað, eins og t.d. í kringum jólin 😉

Allavegana, ekkert að gerast spennó hjá ormsakrílinu það er enn bara að kúra sig í þrengslunum 😉

2 thoughts on “3 dagar”

  1. Ásta Lóa says:
    22/04/2007 at 17:07

    Jæja jæja … bara svona frænku komment… kíkja hvort einhvað sé að gerast hjá frænku korninu…. maður þarf að fylgjast með. Að ég tali nú ekki um ofur saumakonuna….. sauma,sauma, sauma…. mér finnst þetta yndislegt því mér finnast allar konur vera hættar að gefa sér tíma í þetta….
    Enn hlakka til þegar Leifur hinn heppni verður pabbi og bloggar um mömmuna sem hann fékk allt í einu….og að sjálfsögðu litla fallega krílið sem allir bíða eftir. Mér finnst samt stundum skrítð að hugsa til þess að þetta gamla ættaróðal fari að fyllast af barnahjali á ný….enn spennandi….
    Farðu vel með þig og njóttu hvers augnabliks, svo þú verðir full af orku þegar þú þarft á henni að halda…..

  2. Inga Steinunn says:
    24/04/2007 at 18:11

    Ég mæli með því að þú komir krílinu í heiminn þann 25.apríl .. það er nefnilega rosa góður dagur! Alli kærastinn minn á afmæli þá og hann er frábær .. bara frábært fólk sem fæðist þá 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme