Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

þið eruð yndi…

Posted on 20/04/2007 by Dagný Ásta

…elsku frænkur 🙂

Mig grunar reyndar að frænkur mínar séu ekki þær einu sem kíkja hingað inn reglulega með það á bakvið að tékka hvort búið sé að tilkynna verki og/eða ferð upp á deild *Haha* ég er nú reyndar ekkert alltof viss um að ég eigi eftir að tilkynna það hér – hver veit samt 🙂 aldrei að segja aldrei, kannski ég geri það bara fyrir ykkur ef allt fer af stað um miðjan dag, stórefast um að ég nenni að kveikja á tölvunni um miðja nótt 😉

Eins og staðan er akkúrat núna þá er krílið bara í mestu rólegheitum í þrengslunum 😉 held að það átti sig ekki á því hversu frelsandi það væri að koma út og geta teygt almennilega úr sér *haha* Í raun þá væri ég nú ekki hissa þótt það léti mig bíða eilítið eftir sér þar sem það er einmitt það sem ég gerði sjálf 😉 lét ma&pa bíða í 2 vikur 😉 Annars eru enn alveg 5 dagar í settan dag þannig að engin ástæða til þess að reka neitt á eftir krílinu 🙂 þó allir séu orðnir vel spenntir *híhí*

Við erum með nokkur nöfn sem koma til greina, auðvitað bæði stráka og stelpu þar sem það þýðir víst lítið að finna bara nafn/nöfn fyrir annað kynið þar sem við höfum ekki græna hvort kynið er búið að vera að sparka í mig síðustu mánuði.
Amma hans Leifs sagði mér reyndar í gærkvöldi að hana hefði dreymt tengdó með lítið blátt blóm ekki fyrir svo löngu síðan þannig að það er spurning hvort draumurinn hafi táknað litla krílið 😉 kemur allt saman í ljós fyrr en síðar 😉

Allavegana niðurstaða dagsins, ekkert að gerast og okkur líður bara vel að vera heima í rólegheitunum, er samt að spá í að fara að þræða borðann í teppið frá Lindu frænku og jafnvel huga að því að búa um rúmið svo að allt verði tilbúið þegar krílið mætir 🙂 Inga tengdó kom nefnilega með kanntinn sem hún saumaði í rimlarúmið þannig að það vantar ekkert í rúmið 🙂

spurning hvort ég setji svona færslu inn ca annan hvern dag “ekkert að gerast” 😉 en endilega látið heyra í ykkur, mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með 🙂

13 thoughts on “þið eruð yndi…”

  1. Braga says:
    20/04/2007 at 12:54

    Já ég er ein af þessum frænkum sem eru að forvitnast um þig.
    Vona að allt gangi vel hjá ykkur þegar kemur að þessu.

  2. Hulda says:
    20/04/2007 at 13:10

    Ég er alltaf að kíkja endum og sinnum.. hvíldu þig nú vel stelpa næstu dagana þannig að þú verðir full af orku þegar kemur að fæðingunni og fyrstu dögunum.

  3. Ása says:
    20/04/2007 at 14:46

    þetta er orðið svo spennandi – ég ætla að veðja á 26. apríl eða 1. maí

  4. iðunn says:
    20/04/2007 at 16:25

    ég veðja líka á 26. apríl!

  5. Dagný Ásta says:
    20/04/2007 at 16:39

    humm á maður að fara að setja upp veðbanka *híhí*
    annars gaman að sjá ný nöfn Braga 🙂

  6. Guðbjörg says:
    20/04/2007 at 18:24

    Mér finnst 9 maí flottur. Og ef barnið hættir sér út þann dag lofa ég að gefa því ofurgjöf og ekkert minna en það:)
    En þín vegna vona ég nú að barnið komi fyrr.

  7. Inga Steinunn says:
    20/04/2007 at 22:42

    Ég er alltaf svo forvitin … á það til að kíkja hingað inn og tékka á þér!

  8. Helga frænka says:
    21/04/2007 at 01:35

    Eins og þú veist þá er ég alltaf að fylgjast með þér 🙂

  9. Kolbrún Inga says:
    21/04/2007 at 18:02

    ég styð færslur annan hvern dag.
    maður verður að hafa eitthvað að hlakka til í annars leiðinlegum próflestri.
    Aldrei að vita nema ég kíki við ef barnið kemur á meðan ég er í prófum, ég er alltaf hérna í næsta nágrenni að læra.

  10. Gunnhildur Ásta says:
    22/04/2007 at 10:28

    Ég er alltaf að tékka á stöðunni 😉 Vona að þú náir að láta vita þegar allt fer af stað, annars verður Leifur bara að sjá um að skrifa fréttapistil.

    Pøj pøj 😉

    Kveðja frá Danmörku

  11. Dagný Ásta says:
    22/04/2007 at 12:54

    vá takk stelpur 🙂

    Guðbjörg: úff 9 maí er líka held ég í allra síðasta lagi miðað við 42v meðgöngu 🙂 en það væri samt gaman 😉

    Kolbrún Inga: iss ekkert skemmtilegra en að hvíla sig á þurrum bókum en að kíkja á flunkunýtt frændsystkini 😉 enda vitið þið það allar frænkur að F59 er alltaf opinn 😉

  12. iðunn says:
    22/04/2007 at 15:55

    ég er nú ekki frænka, strangt til tekið, en ég ætlast nú eiginlega til þess að húsið sé líka opið fyrir mér 😛 allavega svona á þokkalega kristilegum tímum (a)

  13. Dagný Ásta says:
    22/04/2007 at 16:43

    en ekki hvað skvís 😉
    fínt að taka pásur hérna frá próflestri t.d. (a)

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme