Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Kaffihús

Posted on 02/02/200702/02/2007 by Dagný Ásta

ík! stelpurnar drógu mig á kaffihús í gærkveldi – sem er í sjálfu sér ekkert merkilegt nema að þó svo að við höfum ekki setið þarna í meira en 2 klst þá gat ég ekki farið í eina einustu flík sem ég var í í gærkveldi og er að kafna úr reykingastybbu af hárinu mínu *bjakk*
Ég er farin að hafa svo fáránlega lítið þol við hinum ýmsu lyktum og bragði að það er hætt að vera fyndið – er t.d. farin að pína ofaní mig fisk þar sem ég finn alltaf eitthvað “óbragð” af öllum fiski, sama hversu ferskur hann er *dæs* eins og mér finnst venjulega fiskur góður. Suma daga get ég eiginlega ekki verið frammi í afgreiðslu þar sem well ekki allir hafa sama hreinlætisstandard – ekki það að ég kúgist eða neitt álíka ég bara get ekki komið nálægt viðkomandi viðskiptavini og í versta falli fæ dúndrandi hausverk.

Samt frekar fyndið að hugsa út í hlutföllin hjá okkur vinkonunum þarna í gærkveldi – skiptist alveg 50/50, óléttínur/reykingakonur *heheh* vaninn er venjulega sko 1/4 reykir ekki/reykir, fínt að auka hlutföllin í minn gróða 😉 þýðir máske að fljótlega verði farið að huga að reyklausum kaffihúsaferðum *múhahah* svona fyrir utan það að þetta bann fer að detta í gildi *ljúft* þó að það séu ekki alveg allir mér sammála 😛

4 thoughts on “Kaffihús”

  1. Ásta Lóa says:
    02/02/2007 at 22:59

    oh hvað ég skil þig … þetta er svo ógeðslegt. Ég get sko farið hamförum eftir að hafa farið í ákveðið hús hér í bæ en fer þó vegna mikilla tengsla.
    En reyklaus kaffihús…. jíbbý það er ekkert slíkt eftir að ömmu kaffi hætti

  2. Dagný Ásta says:
    03/02/2007 at 11:31

    jújú maður getur t.d. farið á Kaffi Mílanó án þess að verða svo var við reykingar og svo heyrði ég einhverstaðar að Mokka kaffi hefði tekið bannið upp fyrr… á eftir að kanna það samt…

  3. R. Tanja says:
    04/02/2007 at 14:10

    Dagný mín þú þarft að fá þér gestabók á þessa síðu, svo að maður geti kvittað fyrir sig!! Já og með þessa færslu, ég skil alveg hvað þú ert að tala um.. mæli með kaffi hljómalind á laugarveginum grænt, reyklaust og gott!

  4. Dagný Ásta says:
    04/02/2007 at 14:16

    neinei sko nýtt “andlit”, gaman að sjá þig hérna frænka 😉
    takk fyrir ábendinguna, hef hana bakvið eyrað 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme