Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

duddurruuuuuuu

Posted on 21/01/200722/01/2007 by Dagný Ásta

🙂 ég er ósvo góð við fólkið sem ég bý með… nýt þess að hræða það alveg út í ystu æsar – eða þannig…

Tókst samt að hræða Leif allverulega í 2 skiptið síðan ég varð ólétt… samþykkti í þetta skiptið að fara í heimsókn upp á slysó!!! semsagt í staðin fyrir að eiga notalegt kvöld með vinkonunum í kjaftagang, slúður og bumbumeting þá ákvað ég að heimsækja slysavarðsstofuna *whooohooo*

Ástæða heimsóknarinnar var svosem ágæt þó svo að það hafi í raun ekkert verið gert annað en skoðað mig 😉 nei þetta tengist krílinu ekki baun, ég er bara gölluð 😉
semsagt síðustu ca 6 mánuði hef ég ekki verið að taka inn lyfin mín við bakflæðinu… sl rúma 2 mánuði hef ég reyndar verið að taka inn Asýran til þess að reyna að halda þessu í skefjum en áðan komst ég að því að Asýranið er ekki alveg að standa sig, því miður…
Mjög stuttu eftir kvöldmatinn fékk ég svona skemmtilega tilfinningu um að ég þyrfti nauðsynilega að skila kvöldmatnum, duddurruu skemmtilegt lesefni ekki satt? nema að það sem ég sé er blóðlitað. jebb ég skilaði matnum öllum í blóði! hræðslan alveg næg til þess að samþykkja að fara barasta beinustu leið upp á slysó.
Eftir að hafa sagt söguna mína ca 3x við 3 mismunandi aðila og taka púls, blóðþr, og hvaðeina – meiraðsegja kannaður hjartslátturinn hjá krílinu 😉 – var ákveðið að þar sem mér var ekki lengur óglatt og hafði ekki fundið fyrir því aftur síðan ég kastaði upp að gera ekki neitt frekar akkúrat núna – eða þetta var ákveðið eftir að slysódoxinn hafði ráðfært sig við meltingafærasérfræðing og í sameiningu komust þær að þeirri niðurstöðu að þar sem ég er með þekkt bakflæði að þetta væri að öllum líkindum sár sem “ég” reif upp með uppköstunum og þar sem ég væri komin tæpar 27 vikur væri ekki beint æskilegt að spegla mig (ekki það að mig hafi langað til þess að láta spegla mig) en það yrði gert ef þetta kæmi fyrir aftur og ég á að mæta þangað ef þetta gerist aftur! hiklaust!

Ég hef reyndar aldrei áður verið tekin framfyrir hóp af fólki á biðstofunni áður né verið svona stutt inni á slysó heldur 🙂 rétt tæpar 90mín!

Spennandi kvöldstund sem við skötuhjúin áttum þarna…

8 thoughts on “duddurruuuuuuu”

  1. iðunn says:
    22/01/2007 at 00:34

    úff.. gott að þetta var nú ekki verra. farðu vel með þig /ykkur 🙂

  2. lilja says:
    22/01/2007 at 01:24

    uuuufffff gott að heyra að þið séuð í lagi,, þú misstir ekkert af miklu bara ca. 4 tímum af slúðri.

  3. Ása LBG says:
    22/01/2007 at 10:41

    gott að vita að þú og ormsi eruð í lagi – við verðum bara að hittast fljótlega aftur – vonandi verður engin veik þá 😉

  4. Dagný Ásta says:
    22/01/2007 at 14:13

    takk skvísur 😉
    það er allt í lagi með mig (og í raun aldrei neitt að hjá ormsa) – er samt eiginlega búin að negla það niður skv fyrirskipunum frá sumum að ég ætla að hafa samband við meltingafærasérfræðinginn minn og biðja hann um að setja mig aftur inn á þennan blessaða aðgerðarlista þegar ég er búin að koma orminum út 😉

    Lilja, 4 klst af slúðri er heill hellingur!!!! sérstaklega þar sem það er svona langt síðan síðast 😀 en Eva er búin að lofa mér því að það verður sýnisferð á Flyðró fljótlega!!!!

  5. Inga says:
    22/01/2007 at 16:00

    Púff! Ekki gaman. Þú verður endilega að “fara í slipp” þegar þú ert búin að eiga krílið og láta laga þetta. Vonandi færðu þetta ekki aftur.

  6. Helga frænka says:
    23/01/2007 at 12:14

    þú hefðir átt að setja lysinguna á bloggið og benda þeim svo að lesa það hehe. Farðu nú vel með þig vinan. Bið að heilsa öllum 🙂
    kv, Helga

  7. Dagný Ásta says:
    23/01/2007 at 12:17

    heheh góð 😉

  8. Ásta Lóa says:
    27/01/2007 at 02:30

    ja segðu frænka… hrekkur í gangi….. ekki skemmtilegt… en farðu vel með ykkur frædfólk mitt, þið eruð dyrmæt….
    kveðja Ásta Lóa

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme