Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

dagamunur og fleira

Posted on 15/01/2007 by Dagný Ásta

það er hálfótrúlegt hvað það getur verið mikill dagamunur á líðaninni hjá manni – á laugardaginn alveg fram eftir degi var ég stálslegin og ekkert í gangi – hvorki í hausnum né líkamanum svo eftir því sem leið á kvöldið fór að bera á hálfgerðum harðsperrum í síðunum, sem er víst alveg fyllilega eðlilegt og kallaðir togverkir í “bransanum” gerist víst þegar plássleysið er alveg að gera út af við litlu krílin og bumban fer að stækka meira 😉 á tímabili þegar ég var að reyna að sofna á laugardagskvöldið þá mátti ég varla snúa mér án þess að verkirnir yrðu sárari, þeir voru jú aðeins skárri í gær og svo til horfnir í dag!!! merkilegt finnst mér!

annars þá var helgin frekar róleg hjá okkur skötuhjúunum, LS að læra á laugardaginn og ég að prufa mig áfram í sambandi við svona útsaumsteningagerð, búin að finna myndirnar og texta sem ég ætla að setja á teninginn sem ég ætla að gera handa krílinu 😉 fórum svo í mat til tengdó þar sem tengdapabbi átti afmæli á lau (til hamingju með daginn Skúli), fórum hinsvegar ekki í nýársfagnaðinn til Iðunnar eins og tilstóð út af togverkjaruglinu sem ég var að lýsa áðan, hreinlega treysti mér ekki til þess, sorry skvísí.
í gær var aðal málið að kúra upp í sófa og láta fara vel um sig 😛 já og sauma 😉 mér datt nefnilega í hug að það væri kannski pínu sniðugt að sauma 1 mini tening sem ég get notað til að festa á litlu skærin mín og þ.a.l. átt auðveldara með að finna þau þegar þau eru í körfunni 😉 og í leiðinni ákvað ég að prufa leturgerðina sem mig langar að nota á borðann sem ég ætla að setja á sængurver handa krílinu 😛 allt handa krílinu þessa dagana I guess 😉 ég á reyndar eftir að sauma hann saman en so far so good – kemur bara fínt út.

við fengum reyndar þær fréttir um helgina að það ætti líklegast að setja hana Shavawn frænku af stað í dag… skv sónar á Luke samt ekki að fæðast fyrr en nær 23.jan, það er víst talið að hann sé svo stór, hef það samt ekki á tilfinningunni að hann sé neinn risi – amk ekki á íslenskan mælikvarða. aníhú, fæ vonandi meiri fréttir í kvöld eða á morgun 😉

jæja ég ætla að hætta þessu röfli – gera eitthvað af viti 😉

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme