Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

betri fréttir ;)

Posted on 09/01/200709/01/2007 by Dagný Ásta

Ásta frænka hringdi heim í gærkveldi með þær fréttir að Shavawn frænka hefði farið upp á spítala um miðnætti í gær að ísl tíma 😉 hlakka til að koma heim á eftir og fá vonandi þær upplýsingar hve hann Luke Steven litli frændi er stór 😉

Mér finnst það samt hálf asnalegt að vita hvað barnið heitir og vera löngu búin að frétta það áður en barnið er fætt en svona er það stundum 😉 mig langar reyndar að máta eitthvað af þeim nöfnum sem við Leifur höfum rætt áður en nafnið verður neglt niður 😉 það er ekkert víst að barnið sé karakter sem á við nafnið 😛

öppdeit:
Luke Steven er greinilega að sverja sig í íslenska hluta ættarinnar enda var hann víst bara að stríða mömmu sinni 😉 ekki alveg á leiðinni í heiminn strax, var samt kominn með nokkuð þéttar hríðar og með hennar sögu þegar hún átti Logan þá var vissara fyrir hana að vera frekar fyrr á ferðinni heldur en hitt upp á spítala þar sem Logan var að flýta sér svo mikið þegar hann kom í heiminn að Shavawn fékk engar deyfingar eða neitt 😉 enginn tími til þess *heheh*

2 thoughts on “betri fréttir ;)”

  1. Linda Rós says:
    10/01/2007 at 09:45

    Mér finnst í góðu lagi að fólk sé búið að ákveða nafnið fyrir fæðingu meðan það heldur sig við það. Man eftir að það var einhvern tíman grein í DV um fólk sem var kallað allt annað en það hét, málið var þá að því var gefið nafn og byrjað að kalla það því en svo skiptu foreldrarnir um skoðun og skírðu allt annað en það var samt áfram kallað upprunalega nafninu.

    Mér finnst alltaf voða skrýtið að fólk geti átt barn í marga mánuði án þess að vera búið að gefa því nafn. En þar sem ég á rosalega erfitt með ákvarðanatöku þá gæti ég alveg trúað að ég myndi enda þannig, þó ég sé harð ákveðin í dag að taka ákvörðunina eins fljótt og mögulegt er eftir fæðinguna 😉

  2. Dagný Ásta says:
    10/01/2007 at 09:52

    það er allt annað mál 😛 ég er alls ekki að tala um að hafa barn nafnlaust í lengri tíma. Ég var búin að fá að vita nafnið á litla frænda þegar hún var ekki komin nema rétt rúmar 20v 😉
    ég og LS erum með nokkur nöfn sem koma til greina á litla ungann okkar en hinsvegar erum við ekkert að segja fólki hvaða nöfn það eru þar sem okkur langar að “máta” nafnið við barnið 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme