Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

kaffihúsaspjall

Posted on 15/12/2006 by Dagný Ásta

Ég fór á bumbuhitting í annað sinn í gær. Við erum nokkrar sem erum í spjallgrúbbu á netinu og eigum allar að eiga í apríl (eða nokkrar í enda/byrjun mars/maí). Þetta er í 3ja skipti sem hópurinn hittist og svo eru e-mailsendingar fram og til baka oft í viku, þannig að maður er örlítið farin að kynnast þessum stelpum. Það er ekkert smá fyndið að sjá muninn á öllum í hverjum hittingi, sumar eru hreinlega orðnar HUGE aðrar með litlar og nettar kúlur 🙂 bara sætt, sum sé kúlur af öllum stærðum og gerðum. Það var reyndar ein merkileg uppgötvun í gær þegar 2 af stelpunum sögðu okkur hinum kynið sem þær gengju með og í ljós kom af okkur sem mættum þá erum við 3 sem ekki vissum kynið, 5 sem gengu með stelpur og 1 með strák!!! bara 1 pottþéttur strákur af 9 bumbum! Ég man reyndar ekki hvað við erum margar í heildina þarna á spjallinu, vel yfir 20 minnir mig, bara ekki allar sem mæta á hittinga. Þær sem hafa tilkynnnt kynið inn á spjallinu hafa flestar sagt að þær ættu eftir að eignast stelpur þannig að apríl er greinilega ríkjandi stelpumánuður – verður dáldið spennandi að sjá hvort ormsinn okkar ætlar að vera “eins og allir hinir” eða vera “öðruvísi” 😉
Mér finnst það frábært að hitta þessar stelpur, skemmir ekki heldur að geta setið og kjaftað svona lengi allt og ekkert.

1 thought on “kaffihúsaspjall”

  1. Óskar says:
    15/12/2006 at 11:11

    Litla stelpan mín kemur reyndar í mars. Er búinn að vera að ræða þetta í gegnum bumbuna og þaðan fékk ég staðfest kynið. María er á öðru máli en hey…hvað veit hún 😉

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme