Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

gott að sofa

Posted on 24/11/200624/11/2006 by Dagný Ásta

mikið svakalega getur það verið gott að sofa!!!!!!!


ég lagði mig stuttu eftir að ég kom heim úr vinnu í gær og beinlínis SVAF langt fram eftir kvöldi.. mikið svakalega var það gott. Sofnaði samt aftur með LS þegar hann kom heim algerlega án vandræða. Sorrý stelpur, það var víst engin leið til að vekja mig skv LS 😉 Ég er reyndar á því að sumir séu að reyna að láta sjá sig því að uppáhalds buxurnar mínar eru farnar að þrengjast eilítið í mittið, þær voru nefnilega alltaf svo þægilega passlegar í mittið 😉 og ég væri ekkert hissa á því að þessi aukna svefnþörf sé líka tengd því…
æji ég ætla nú ekki að breyta þessu í eitthvað óléttublogg enda hafði ég reyndar hugsað mér að tala sem minnst um það hér… ég það virðist bara lítið annað komast að í kollinum á mér þessa dagna og flest sem ég er að gera tengist því – fyrir utan krosssauminn sem ég er að reyna að grípa í !!! hann tengist bara jólunum 🙂 er að sauma sætu snjókallana mína sem ég keypti fyrir ca ári síðan *eheh* þarf reyndar líka að fara að plata mútter til þess að hjálpa mér að ganga frá jólalöbernum mínum svo ég geti notað hann í desember 🙂 það er eitthvað við það að skreyta frekar með jóladóti sem maður hefur gert sjálfur heldur en aðkeyptu dóti 😉 eða mér finnst það allavegana. Svo á ég enn eitthvað eftir af Mill Hill jóladótinu sem ég keypti í fyrra… ákvað að geyma jóladótið aðeins þarna eftir að ég kláraði jólalöberinn í janúar 😉 ætli ég komi mér ekki almennilega af stað í des, aðeins of mikið að gera núna, á samt bara 2 snjókalla eftir af þessum 6 og svo auðvitað sauma afturstinginn því að einhverra undarlega hluta vegna þá er ekkert gefið upp hvaða litir eiga að vera í afturstingnum og það eru nokkrar mismunandi línur í afturstingnum!!!! ég ákvað bara að klára að sauma alla snjókarlana og sjá svo hvaða litir eru eftir og hvað myndi passa best fyrir hvert og eitt 😉

Annars er bara næst á dagskrá jólahlaðborðið í kvöld á vegum vinnunar

2 thoughts on “gott að sofa”

  1. Linda Rós says:
    24/11/2006 at 15:46

    Það er alltaf gott að sofa, ég held ég hafi fæðst til að sofa 😉

    Skildi víst ekki dónaskapinn í mömmu þegar hún var að vekja mig til að gefa mér að drekka þegar ég var ungabarn en ég var ekkert að hafa fyrir því að vakna á næturnar til að fá að drekka 😉

  2. Dagný Ásta says:
    26/11/2006 at 23:55

    hehe, ég get alveg trúað því 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme