Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

það er eitthvað við það að…

Posted on 04/10/200604/10/2006 by Dagný Ásta

gefa blóð sem hjálpar ekki þegar maður er svona sibbilíus eins og ég er búin að vera undanfarið… þurfti að fara í morgun og hitta lækninn minn í sambandi við bakflæðið og haldiði ekki að karlinn hafi ekki tekið eins og 6glös (æj svona blóðprufuglös) af blóði úr mér.. sem betur fer var nú ekki mikið um heilabrot í vinnunni *hóst*

Annars þá er ca 70% af starfsfólkinu að fara í hópferð til Prag í nótt og ég, nýgræðlingurinn sjálfur, sett í að stjórna búllunni!! allar stelpurnar sem eru að vinna í afgreiðslunni eru að fara út og ég er loksins búin að fá það á hreint að ég verð í 30% vinnu í afgreiðslunni og 70% sem læknaritari 🙂 ekki slæmt að vera ekki bundinn í því sama, fá að hafa svona pínu lítið brot sem ábyrgðarlaust og einfalt eins og að gefa tíma 😉 eða eitthvað álíka 😉

Það er samt dáldill munur á stöðvunum, veit ekki hvað það er en mér líkar allavegna miklu betur vinnu aðstaðan á Nesinu heldur en á Vesturgötunni, rosalega mikill munur…
kannski er það það að mér líkar ekki við það þegar horft er niður á mig *hmmm* allra síst án tilefnis!! *hahah* en já á Vesturgötunnni var/er það ss þannig að við sátum það lágt að fólk horfði alltaf niður á okkur en á Nesinu þá eru stólarnir það háir að maður er bara í augnhæð við fólk 🙂

1 thought on “það er eitthvað við það að…”

  1. liljahuld says:
    04/10/2006 at 22:26

    þetta með hæðina er rosalega góður punktur.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme