Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

hitt og þetta

Posted on 10/07/200611/07/2006 by Dagný Ásta

helgin fór víst aðeins öðruvísi en við höfðum áætlað.. en okkur tókst að afreka heilan helling 🙂

Á föstudaginn var svaka partý á vegum vinnunar hans Leifs. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það óendanlega fyndið að rekast á gamla kunningja þarna. T.d. hitti ég Sverri sem var með mér í bekk í Grandaskóla. Einnig voru þarna merkilega mörg andlit sem maður kannaðist við. Þetta var nú bara gaman samt 🙂 En merkilega lítið af fólki í bænum, varla nokkur sála!

Sverrir minntist á það að upp hefði komið hugmynd á milli hans og nokkurra annarra að kalla saman amk R-bekkinn í smá ríjúníón… það væri annsi gaman.. enda hefur maður ekki séð þennan hóp eins og hann leggur sig síðan við hættum í Grandaskóla.

——–
Við ætluðum okkur að fara út úr bænum á lau.. stóðum við það að ogguponsulitlu leiti… vorum að spá í að keyra upp á Skaga og hitta pabba (hann var sko að sýna litla barnið hans Garðars frænda), þegar við vorum komin upp í Hvalfjörð var eins og einhver hefði skrúfað frá stóra krananum þarna uppi og það byrjaði að rigna.. engum smá dropum!! Sáum að það var eilítið bjartara hinu megin við fjöllin.. þannig að við snögg skiptum um skoðun og héldum til Þingvalla.
Við ákváðum að gerast “couchpotatoes” um kvöldið og lágum uppi í sófa og gláptum á sjónvarpið milli þess sem við (Leifur) grömsuðum í gömlum pappírum í Álfheimunum.

—–
Sunnudagurinn fór í allt annað en leti.
Við tókum upp á því að moka dóti út úr svefnherberginu og fór auðvitað það auðvitað mest megnis inn í stofu.. svona sem millilending áður en það að lenti ofan í stórum svörtum ruslapoka, sem bíður ferðar út í Sorpu, kassa eða fékk að fara aftur upp í hillu.

Þar sem þetta var náttrúlega allt dót frá prinsessunni á bauninni þá tók það nú sinn tíma að fara í gegnum þetta (og er að vissu leiti ólokið). Allskonar dótarí sem maður vissi auðvitað að væri til en alltaf óvænt að finna aftur inni í möppum og þessháttar.. eins og öll bréfin mín.. algert æði að rekast á þau aftur 🙂 pennavinir, tímabil þar sem vinir mínir og ættingjar bjuggu erlendis sem skiptinemar eða sem Óperur, já og auðvitað fólkið mitt í Ömmu Ríku 🙂

Ég er samt annsi stolt af mér því að ég er búin að henda og henda og henda 😀 umpakka og henda meira 😉
það er bara svona að búa á sama staðnum í rúm 20 ár! Það safnast bara fáránlega mikið af dóti. Er ekki sagt að fólk eigi að flytja á ca 4 ára fresti ??? spurning um að taka það upp héðan í frá *hahah*

Þetta er samt allt að koma til og bara spurning hversu dugleg við verðum í dag&morgun 🙂
————-
Annars þá finnst mér þessi tími sem Leifur er í bænum líða alltof alltof hratt.. Auðvitað er ekkert vð því að gera svosem, það er bara leiðinlegt hvernig allt virðist þurfa að vera á tvöföldum hraða.. meðal annars vegna þess að við ætlum að gera svo margt og reyna að komast yfir svo margt á stuttum tíma.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme