Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

*arg*

Posted on 04/06/200605/06/2006 by Dagný Ásta

ég er að þykjast vera að “flýta” fyrir eða eitthvað álíka og mála þennan blessaða ofn sem er inni í “stofu” þó svo að allt dótið sé ekki farið þaðan..
flýta fyrir jú afþví að það er svo óendanlega seinlegt að mála þennan blessaða ofn og auðvelt að ýta dóti frá honum til þess að mála hann 😉
líka ferlega gaman að sjá hvernig liturinn sem við (uh ok aðalega ég) völdum kemur út 😉

þessi týpa af ofnum er bara svo óendanlega leiðinleg!!! langar ekkert smá að skipta bara út öllum ofnunum hérna í húsinu BARA til þess að sleppa við að mála þá *dæs*
gamall ofn

ég væri amk ekki hissa á því að næsta vor þegar íbúðaleitin hefst af alvöru þá verða svona ofnar settir sem ókostir við íbúðir!

6 thoughts on “*arg*”

  1. Inga says:
    05/06/2006 at 00:33

    Eins og talað út úr mínu hjarta!!! Búin að mála all nokkra slíka um ævina – og þá suma hverja ansi laaaaaaaaaaaaaanga!

  2. Ásta Lóa says:
    05/06/2006 at 01:16

    Dagný mín ég tek undir hvað þetta eru HUNDLEIÐINLEGIR ofnar til að mála. Enn eftir 10 ár áttu eftir að sakna þeirra því þetta eru bestu ofnar í heimi. Halda lang best jöfnum hita. Að ég tali nú ekki um þegar ormar fara koma að hægt sé að stinga inn 1000 vetlingum og sokkum til að halda heitu og þurru. Svo málaðu þá vel ……..

  3. Sigurborg says:
    05/06/2006 at 15:59

    Mér finnst þetta svo fallegir ofnar, þeir eru svo gamaldags :Þ En það er alveg satt að það er ömurlega leiðinlegt að mála þá, og ekki skárra að þrífa þá :S

  4. Dagný Ásta says:
    05/06/2006 at 16:16

    þeir eru mjög gagnlegir viðurkenni það vel sko.. og þeir eru líka oftar en ekki flottari en aðrir og skal alveg halda í þá EF einhver annar er til í að þrífa þá og mála þegar þörf er á *heheh*

  5. Linda litlaskvis says:
    08/06/2006 at 10:54

    Bestu ofnarnir. En, við leystum þetta málningarvesen snilldarlega. Bara taka þá niður og láta sýruþvo þá og svo sandblása þá. Rosalega flottir og núna þarf aldrei að mála þá aftur. Svo hitna þeir miklu betur núna eftir að öll lögin af málningunni eru farin af.

  6. Dagný Ásta says:
    08/06/2006 at 17:55

    úúúú það er sneddípeddí hugmynd 🙂
    þeir verða kannski ekki á ókostalistanum eftir allt saman *hummm*

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme